Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Side 12

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Side 12
44 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ hluta. Réttindaskerðing þeirra virðist einvörðungu byggj- ast á hinum lágu launum, því að embættisskyldur þeirra eru ótvíræðar og afdráttarlausar og vísast í því efni til ljósmæðrareglugerðar frá 23. október 1933. Rétt er að geta þess, að héraðsljósmæður njóta ekki neinna orlofs- réttinda, þó lög mæli svo fyrir um alla þegna landsins. Virðingarfyllst f.h. Ljósmæðrafélags fslands Steinunn Finnbogadóttir, formaður Alþjóðlegt mót Ijósmœðra í Lausanne í Sviss, júní 1975 f bréfi til LMFÍ frá Alþjóðasambandi ljósmæðra er skýrt frá væntanlegu móti í tilefni 17. alþjóðaþings sam- bandsins. Þingið fer fram í Palais de Beulieu í Lausanne, Sviss, dagana 21.—28. júní n.k. Hvert aðildarfélag alþjóðasambandsins (I.C.M.) hefur rétt á að senda tvo fulltrúa með atkvæðisrétti á þingið, en svissneska sambandið væntir þess jafnframt að sjá sem flestar ljósmæður, frá sem allra flestum löndum heims, í þeirra litla og fallega landi. í bréfinu er skýrt frá því að allar ræður og það sem fram fer á þinginu verður samtímis þýtt yfir á 5 tungu- mál: Ensku, frönsku, þýzku, ítölsku og spönsku. Greint er frá því að í Lausanne sé fjöldi hótela í mis- munandi verðflokkum, og upplýsingar þar um verði að finna á eyðublaði, sem væntanlegir þátttakendur fái sent.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.