Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 17
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 49 Launaskrá héraðsljósmœðra Með tilvísun til gjaldskrár sem birtist í síðasta blaði vill stjórnin vekja athygli héraðsljósmæðra á, að þær geta stuðst við gjaldskrána er þær taka laun fyrir hin ýmsu störf, sem þær eru kvaddar til og gegna, sem þó heyra ekki beint undir ljósmæðrastéttina. Ennfremur er þess að geta, að tímakaup þeirra ljós- mæðra er starfa innan BSRB er nú skv. nýjustu tölum kr. 550.82 f. næturvinnu og kr. 331,82 f. dagvinnu. Einnig birtum við nú nýjasta útreikning Fjármálaráðu- neytisins á grunnlaunum til héraðsljósmæðra, og launa- hækltunin, sem heimuluð var í síðustu samningum, er komin inn í þær tölur. Leiðrétting I greinargerð, sem fylgdi bréfi til heilbrigðisráðherra dags. 7. okt. 1974, og birt var í síðasta blaði féll brott hjá mér ein lína. Biðst ég afsökunar á þessu og birti hér grein- argerðina á ný, rétta. Hildigunnur Ólafsdóttir Greinargerð Nefndin, sem skipuð var af heilbrigðisráðherra, til að endurskoða lögin um Ljósmæðraskóla Islands, er nú skip- uð fulltrúa frá heilbrigðisráðuneytinu, fulltrúa kennara við Ljósmæðraskóla Islands og einum nemanda skólans. Til samanburðar má geta þess, að nefnd, sem mennta- málaráðherra skipaði til að endurskoða lög um Hjúkrun-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.