Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Side 19
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
51
varp er fram komið. Þörf á breytingu þessarar löggjafar
er fyrir löngu orðin mjög brýn — enda um rúmlega 40
ára löggjöf að ræða. Eins og fram kemur í greinargerð
frumvarpsins þá var það flutt á þingi 1971—72 en vísað
til ríkisstjórnarinnar á þeim forsendum að nýrra ljós-
mæðralaga væri að vænta, enda var endurskoðun ljós-
mæðralaga þá í höndum nefndar sem heilbrigðismálaráð-
herra skipaði og skilaði nefndin uppkasti að frumvarpi
1. marz 1973, en frumvarpið var á þann veg að ráðherra
lagði það aldrei fram.
Ljósmæðrafélag Islands mælti ekki með frumvarpinu,
en leitaði þá sterklega eftir því að í hinni nýju löggjöf um
heilbrigðisþjónustu kæmi ákvæði um störf ljósmæðra á
heilsugæslustöðum sem síðan varð að lögum og lýsir fé-
lagið ánægju sinni yfir því lagaákvæði. Hin lagalega staða
ljósmæðrastéttarinnar er á svo margan hátt óviður-
kvæmileg að eigi verður lengur við unað. Það er flutn-
ingsmönnum greinilega ljóst þó að í þessu frumvarpi sé
ckki tekið á fleiri þáttum.
Ljósmæðrafélag íslands telur það eitt það mikilvæg-
asta til handa stéttinni ef 4. gr. yrði að lögum eins og
hún er orðuð í frumvarpinu, það er: Launakjör skipaðra
ljósmæðra skulu ákveðin með kjarasamningum eða af
kjaradómi á sama hátt og laun opinberra starfsmanna sbr.
lög nr.: 55 28. apríl 1962.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að laun skipaðra ljósmæðra
í kaupstöðum skuli greidd mánaðarlega úr bæjarsjóði.
Þetta telur félagið góða skipan mála, en vill mæla með
sömu meðferð varðandi laun ljósmæðra í umdæmum utan
kaupstaða.
Sennilega eru ljósmæður eina stéttin í landinu sem ekki
hefur fengið orlofsréttindi að lögum — því fagnar félagið
alveg sérstaklega ákvæðum þar um í frumvarpinu.
I 4. málsgr. 1. gr. er atriði sem Ljósmæðrafélag Islands
getur ekki sætt sig við, það er að: Skipun ljósmæðra sem