Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Síða 21
LJÓSMÆÐRABL AÐIÐ
53
reist hús, á naflastrengurinn að verða vafinn um háls
barnsins.
Ef hún bcrðar úr skarðíláti, eða með skörðóttum spæni,
þá fær barnið skarð í vör.
Ef hún sér, eða lætur pott á hlóðir þannig, að eyrun
snúa beint upp að og fram að, þá verða eyru barnsins á
skökkum stað.
Kaffi var álitið hríðaukandi (en hafi svo verið mun
,,dropi“ hafa verið látinn út í það). Gott brennivínsstaup
var álitið hafa sömu verkanir.
Að borða hrá egg átti að herða sóttina. Einnig að drekka
nýmjólk, sem mjólkuð var á flösku, því mjólkin átti ekki
að koma undir bert loft.
Ef konan borðaði fisk mest matar, átti barnið að verða
heimskt.
Ef hún borðaði mest megnis mat úr jurtaríkinu, átti
barnið að verða gáfað.
Aðalfundargerð LMFÍ, 1974
Aðalfundur Ljósmæðrafélags Islands var haldinn laug-
ardaginn 8. júní 1974, kl. 14,15, að Hrafnagilsskóla í
Eyjafirði.
Formaður Norðurlandsdeildar LMFÍ, Margrét Þórhalls-
dóttir flutti fyrst inngangsorð. Hún bauð ljósmæðurnar
velkomnar á þennan fyrsta aðalfund félagsins, sem hald-
inn væri norðanlands. Lýsti hún ánægju sinni yfir að sá
draumur Norðurlandsdeildar væri orðinn að veruleika
Einnig gat hún þess að þetta væri merkisár, því félagið
væri 55 ára, og svo væri þjóðhátíð Islendinga. Síðan flutti
hún Fjallkonuljóð Davíðs Stefánssonar. Formaður, frú
Steinunn Finnbogadóttir, setti síðan fundinn. Þakkaði