Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Síða 22
54
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
hún Margréti og öllum norðlenzkum ljósmæðrum fyrir
sérstaklega myndarlegan undirbúning og móttökur og af-
lienti Margréti að gjöf frá félaginu þjóðhátíðarplatta 1974,
og Norðurlandsdeild gestabók. Gat hún þess síðan að hér
væri stödd Steinunn Hjálmarsdóttir frá Reykhólum, sagði
að það væri öllum sérstök ánægja að hún sæti þennan
fund með okkur.
Því næst bað formaður fundarkonur að rísa úr sætum
og minnast með virðingu og þökk þeirra ljósmæðra er
látizt hefðu á árinu.
Þá sagði formaður að hér á fundinum væru staddar
tvær ljósmæður sem væru búnar að starfa í tugi ára.
Væru þetta Ingibjörg Einarsdóttir, Engihlíð, Árskósströnd
og Guðbjörg Kristinsdóttir, Siglufirði, og á þessum fundi
gerði LMFÍ þær að sínum heiðursfélögum. I þessu tilefni
afhenti formaður þeim fagra blómvendi og fór þakkar- og
viðurkenningarorðum um þeirra langa og gæfuríka starf
í þágu þjóðfélagsins og sem hinn ágæti félagi í LMFl.
Yrði þeim síðan sent heiðursskjalið.
Fundarstjórar voru Ása Marinósdóttir og Valgerður
Guðmundsdóttir, fundarritarar: Vilborg Einarsdóttir og
Freydís Laxdal. Ása Marinósdóttir tók síðan við fundar-
stjórn. Byrjaði hún að lesa dagskrá fundarins.
I. Fundargerð síðasta aðalfundar:
Fundarstjóri bar það undir atkvæði fundarins hvort
ekki mætti sleppa því að lesa fundargerðina til að spara
tíma. Hún væri búin að koma í ljósmæðrablaðinu, og ef-
laust allar búnar að lesa hana þar. Engar athugasemdir
bárust og var það samþykkt einróma.
II. Skýrslan:
Einnig las formaður umsögn LMFÍ um fóstureyðingar
og ófrjósemiaðgerðir, dags. 21. janúar 1974, og sent var
heilbrigðisráðuneytinu.