Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Side 23

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Side 23
L J ÓSMÆÐR ABL AÐIÐ 55 Fundarstjóri þakkaði formanrii skýrsluna og taldi að mikið starf hefði verið unnið. Gaf síðan orðið laust til að ræða skýrsluna. Var skýrslan síðan borin undir atkvæði fundarins og samþykkt samhljóða. III. Reikningar félagsins: Gjaldkeri, Agnes Engilbertsdóttir, skýrði í stórum dráttum reikningana, sagði að allar fundarkonur væru með reikningana prentaða, og yrðu þeir síðan bornir undir atkvæði áður en fundi lyki. IV. Reikningar Minningarsjóðs Ijósmœðra: Sigurbjörg Guðmundsdóttir las reikningana og skýrði. Bar síðan fundinum kveðju frá Helgu Níelsdóttur. Reikn- ingarnir voru síðan bornir undir atkvæði fundarins og samþykktir samhljóða. Reikningar Minningarsjóðs Þuríðar Bárðardóttur: Kristín I. Tómasdóttir talaði þar fyrir hönd Jóhönnu Þorsteinsdóttur. Sagði hún að ákveðið hefði verið að veita styrk úr sjóðnum, sem eru vextir af inneign, kr. 4.470,00, Krislaugu Tryggvadóttur, Halldórsstöðum, Bárðardal, sem hefur starfað sem ljósmóðir í 35 ár. V. Skýrslur deildanna: Fyrst gerði Margrét Þórhallsdóttir grein fyrir störfum Norðurlandsdeildar. Aðalfundur var haldinn fyrir árið 1973, 27. júní 1973. Fjórir fundir voru haldnir og fjórir stjórnarfundir. Basar var haldinn 10. apríl. Var ágóðinn af honum kr. 46.570,00. Hluta af þeim peningum ákvað deildin að nota til undirbúnings aðalfundar LMFl, sem þá hafði verið ákveðið að halda á Akureyri að uppástungu Norðurlandsdeildar. Fyrir hönd Suðurlandsdeildar var mætt Elín Stefáns- dóttir. Þar voru haldnir tveir fundir, basar var haldinn

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.