Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 24

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 24
56 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ og ágóði af honum, kr. 24.000,00 var gefinn Fæðingar- deild Sjúkrahúss Selfoss. Kristín Ólafsdóttir mætti fyrir Vestfjarðadeild. Sagði hún starfsemi þar litla. Kvaðst hún vera flutt þaðan til Akraness, en þar væri áhugi fyrir að stofna deild fyrir Suðvesturland. Formaður þakkaði fulltrúunum fyrir skýrslurnar, sagði einnig að Vilborg Einarsdóttir, ljósmóðir, Hornafirði hefði áhuga fyrir að stofna Austurlandsdeild. VI. Nœstur kom gestur fundarins, Reynir Tómas Geirsson. Flutti hann mjög fróðlegt erindi um fóstureitrun hjá barnshafandi konum, orsakir hennar og afleiðingar. Einnig ræddi hann um heilsugæzlu og mæðraeftirlit um meðgöngutímann. Að erindinu loknu þakkaði fundarstjóri Reyni fyrir hans góða erindi. Kaffihlé. Fundur settur að nýju. Tók þá við fundarstjórn Val- gerður Guðmundsdóttir. VII. Gjaldskrá Ijósmœðra: Formaður tók til máls, sagði fyrst að ekki hefði komið út lögfest gjaldskrá síðan 1955. Hins vegar hefði félagið búið sér til gjaldskrá 1962. Sagði hún frá fundi sem hún sat með samninganefnd Tryggingastofnunar ríkisins á s.l. ári, þar sem lögð var fram tillaga stjórnar LMFl um nýja gjaldskrá. Málalok urðu þau, að tillaga stjórnar LMFÍ var samþykkt og lögfest. Formaður las síðan nýútkomna gjaldskrá er heilbrigðismálaráðuneytið hefur gefið út og birt í Lögbirtingarblaðinu. Orðið laust. Fríða Einarsdóttir lýsi ánægju sinni með þennan árang-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.