Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Page 29
LJÓSMÆÐKABLAÐIÐ
61
stoð ljósmæðra við hjúkrun aldraðra. Óskar hann eftir
að fjárhæð þessari verði varið, helzt til utanfarar þeirrar
ljósmóður, sem kynna vildi sér málefni aldraðra.
Einnig gjöf frá Magnúsi Jónassyni, Vestmannaeyjum:
Fimm skuldabréf LMFl, sem gefin voru út til kaupa á
sumarbústaði ljósmæðra að Munaðarnesi, að upphæð kr.
1000,00 hvert bréf. Lýsti formaður þakklæti sínu til þess-
ara manna, fyrir þessar góðu gjafir, og ekki síst þann
vinarhug, er þeir sýndu félaginu.
Margrét Þórhallsdóttir þakkaði gjafir þær sem for-
maður hafði áður afhent henni. Einngi þakkaði hún öllum
fyrir komuna, og sérstaklega ánægjulegan fund.
Formaður endurtók að lokum sérstakt þakklæti til
Norðurlandsdeildar fyrir allan undirbúning fundarins, öll-
um fundarkonum fyrir ánægjulegan fund og sagði að þessi
fundur yrði lengi í minnum hafður.
Á fundinn voru mættar 81 ljósmóðir.
Fundi slitið.
Vilborg Einarsdóttir
ritari.
Leiðrétting
Eins og fram kemur í aðalfundargerð, var í síðasta
blaði rangt farið með heiti á ljóði Davíðs Stefánssonar,
það heitir Fjallkonuljóð. Einnig var nafn söngvarans
rangt. Hann heitir Birgir Marinósson.