Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1928, Blaðsíða 8

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1928, Blaðsíða 8
4 T í M A RI T V. F. 1. 1928 síld gjörfjell svo i verði, að skip voru látin hætta veiðuni áður en veiðitími var á enda. Alt þetta virð- ist benda til þess, að rjettmætt væri, að gera sjer von uni heldur hærri meðalafla á skip eftirleiðis, ef svo mikil arðsvon væri að síldveiðum, að þær yrðu stundaðar af nokkru kappi, og að talsverðu leyti í bræðslu. 2. Stærð fyrirhugaðrar verksmiðju. ]>ingsályktunin bindur stærð verksmiðjunnar við það, að hún geti unnið úr alt að 2000 tunnum síld- ar á sólarhring. Sje tunnan talin 1 hl., eða 8(5 kg., verða þetta 172 tonn á sólarhring, eða rúm 7 tonn á klst. Sjeu talin 100 kg. í tunnunni, (svarandi til að 150 kg. sjeu í ,,máli“) verða þetla 200 tonn á sól- arhring, eða 8% tonn á klst. Telja má, að síldveiðitíminn sje um 2 inánuðir (15. júli til 15. sept eða svo). Á þessu timabili eru 50 virkir sólarhringar, og gæti verksmiðjan þá, ef hún gengi fullnotuð og án tafa, unnið úr 100 þús. tunnum eða jafnmörgum hl. Sje gert ráð fyrir að lielmingur þessarar síldar aflist á togara en helm- ingur á önnur þilskip, þá samsvarar þetta eftir fram- ansögðu in e ð a 1 a f 1 a af 12 togurum og 28 öðr- um þilskipum. En í góðu veiðiári, eins og 1922, iiefði ekki þurft nema (5—7 togara og 16—17 önriur skip. Árið 1925 virðast landsmenn liafa átt 142 togara og önnur þilskip með gangvjel, sein e k k i tóku þátt í síldveiðum, og virðist því auðsætt, að ef slík verksmiðja á annað borð gæti mvndað fjárhags- grundvöll fyrir auknum síldveiðum, þá mundi vera mjög auðgert að auka þær svo sem hennar vinslu nemur. Við ákvörðun á stærð verksmiðjunnar verður að hafa sterkar gælur á þvi, livað síldveiðin er ákaflega misjöfn, bæði frá ári til árs, og eigi síður frá degi til dags innan sama veiðitima. Verksmiðjan þarf fyrst og fremst að geta stuðlað að því, að veiðin geti haldist i sæmilegu verði þegar mikið aflast. pess vegna þarf afköstun hennar að vera svo teygjanleg, að verksmiðjan geli borið rekstur sinn i meðal-veiði- ári, og helst í löku veiðiári, en geti þó tekið á móti miklu meiri síld i góðu veiðiári. Til þessa eru tvær leiðir fyrir liendi. Önnur er sú, að gera stórar síld- arþrær, sem geta verið nærfelt fullar í lok veiði- tímans í góðu veiðiári, og heldur verksmiðjan þá áfram vinslunni eftir lok veiðitimans. Hin er sú, að leggja verksmiðjunni til svo afkastamiklar vjelar í upphafi, að hún geti aukið vinsluna til muna þegar mikið berst að. pessa síðari leið ber fortakslaust að velia og nota svo langt sem unt er, vegna þess að síldin skemrnist mjög við geymslu i þró, svo að bæði verður erfitt að vinna úr lrenni með venjulegum vjelum, og afurðimar verða miklu lakari og þess vegna verðminni en úr nýrri síld. Iiafði jeg sjer- staklega gott lækifæri til þess að sannfærast um þetta í síðari hluta september siðastl., er jeg sá liví- lik ódæma vandræði voru fyrir verksmiðjurnar á Siglufirði, sem þá voru að vinna úr leginni sild. Hinar amerísku vjelar, sem eru notaðar í flestum verksmiðjum lijer á landi, eiga að geta unnið úr 5 tonnum síldar á klst., og mundu því ekki afkasta nema % lil % af því, ;em verksmiðjunni er ætlað samkvæmt þingsályktuninni. Til mála getur komið að byrja þá með því að setja upp tvennar slíkar vjel- ar. Venjulega er talið að þessar „5 tonna vjelar“ af- kasti 800 „málum“ á sólarliring, og megi þó knýja þær upp í alt að 1000 „mál“. Tvennar slíkar vjelar mundu afkasta 20% til 30% meii’a, en þingsálykt- unin tiltekur, en það er í rauninni alls ekki nóg til þess að laka við því sem að berst í góðu veiðiári, umfram það sem kemur frá sama skipastól í með- alári. Næsta venjuleg vjelastærð amerisku verk- smiðjanna er ætluð fyrir 10 tonn á klst. Verðmunur á 10 tonna og 5 tonna vjelum er tiltölulega lítill, og húsrúmið þarl' ekki mjög miklu meira. Eftir þeim áætlunum og tilboðuin um vjelar, sem jeg nú þegar hefi fengið, mun jeg að svo stöddu leggja til, að byrjað verði með einni samstæðu af 10 tonna vjel- um, og þar við bætt þegar í uppliafi einni 5 tonna pressu. ]?essar vjelar geta unnið með fullri hagnýtni þó að ekki sje meira verkefni fyrir hendi en 7—8 tonn á klst., og með því að laka litlu pressuna til hjálpar má auðveldlega auka vinsluna upp í 12—13 tonn á kst., og jafnvel alt að 15 tonnum, pótt vjelarnar sjeu hafðar þetta ríflegar, þykir sjálfsagt að háfa nokkuð stóra sildarþró, m. a. til þess að vera viðbúinn misjafnri veiði innan veiði- tímans. í eftirfarandi áætlunum um pláss fyrir nauðsynj- ar verksmiðjunnar, koks, kol, tunnur og salt, svo og um vatnsþörf liennar og pláss fyrir unnar afurðir, verður miðað við það, að hún vinni úr 240 tonnum sildar á sólarhring í 60 virka daga, eða úr 1440 tonn- um síldar yfir sumarið. Eftir áætlun Hagstofunnar samsvarar þetla h. u. b. 167 þús. lil„ en eftir „mál“- reikningi verksmiðjanna mundi það samsvara um 106 þús. eða 96 þús. „málum“, eftir því livort „mál- ið“ er talið 135 eða 150 kg. En áður út í þetta er farið, þykir mjer rjett að lýsa stuttlega gangi vinsl- unnar í slíkri verksmiðju, og liinum helstu vjelum, scm til liennar eru notaðar. 3. Vinsluaðferðin og vjelarnar. Vinsla síldarinnar i síldarverksmiðjum miðar að þvi að framleiða síldarlýsi eða síldarolíu og síldar- mjöl. Gangur vinslunnar er sýndur á 1. mynd, og er í stórum dráttum þessi: Úr síldarþrónni, sem er utan við sjálfa verksmiðj- una, fer sildin í skúffulyftu upp í suðuhólkinn

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.