Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1928, Blaðsíða 11
T 1 M A R I T V. F. I. 1928
5
eða sjóðarann. J?ar er sildin soðin með því að
hleypa gufu saman við hana og jafnframt hlutast
hún í sundur svo að út úr suðuhólknum kemur soðið
sildarmauk. petta mauk fer svo inn í pressuna,
sem greinir úr maukinu allan þann vökva, sem
pressan getur náð, en sá vökvi er sambland af vatni
og olíu. Deigið úr pressunni fer síðan inn í þ u r k-
aran n, sem þurkar úr því mest alt vatnið eða
svo að ekki verður eftir af vatni nema sem svar-
ar 10% af þyngd síldarliratsins, sem kemur úr þurkar-
hleypt heitri gufu, þar til alt er orðið svo heitt, að
olian sýður. paðan er svo olían látin renna yfir i
kæliker og látin standa þar til hæfilegrar kólnunar
og loks er lienni dælt þaðan yfir i olíugeymirinn. En
úr honum er svo olían látin á tunnur, svo framar-
lega sem ekki á að flytja liana burt án umbúða i
skipslest. Vatnið, sem skilið er frá olíunni, cr látið
renna yfir i sjerstakt ker, til athugunar á því, hvort
nokkur olía sje eftir i þvi, og þaðan er það látið
renna burt í skolpræsi.
7é/r~?c?//-77<Ls/~?cy af s//c/c?r-£>r-cæefs/Lv.silGcf-
anum. Siðan er hratið s i g t a ð, og það af þvi, sem
ekki er nógu fint til þess að ganga sem verslunar-
vara, er malað í þar til gerðri kvörn. Síðan er
mjölið kælt og loks látið í sekki, venjulega 100 kg.
í livern sekk.
Vökvinn frá pressunni, sem er sambland of olíu
og vatni, rennur annaðhvort sjálfkrafa yfir í þar til
gert kerald, eða honum er dælt þangað. Úr þessu
fyrsta keri er svo blandan látin renna með hægð
yfir í annað ker, sem mætli kalla greiniker, og þar
sest olían ofan á vatnið, af því að hún er ljettari, og
skilur vökvinn sig þannig á sama hátt og mjólkin
í mjólkurtrogunum í gamla daga. þar næst er olían
fleytt ofan af, og færð í þriðja kerið, er nefna mætti
olíusuðuker, og er soðin þar á þann hátt, að á botni
kersins er hafður góður slatti af saltvatni, og þar í
Síldarolian er storkin við venjulegt hitastig. Hún
mun þurfa um 20° hita til að bráðna. 1 olíugeymun-
um þarf þess vegna að vera hitaleiðsla til þess að
ylja oliuna upp þegar á að renna henni í tunnur eða
skipslest. Gæði olíunnar eru metin eftir því aðallega,
hvort mikið eða litið er í henni af óbundinni feiti-
sýru. pví meira sem er af þessari óbundnu 'feitisýru
i oliunni, þvi lægra verð fæst fyrir liana. Til þess að
lítið verði af þessari skaðlegu feitisýru, virðist eink-
um áriðandi, að síld sú, sem unnið er úr, sje sem
nýjust og sem minst þránuð. Úr gamalli og þrárri
sild er ekki liægt að fá góða og verðmikla olíu. Mest
af olíu frá verksmiðjum lijer á landi mun vera flutt
út í eikartunnum (steinolíutunnum og þess háttar).
Eru fötin þá gufuhreinsuð áður en olían er látin
í þau. Mest af olíunni fer síðan í verksmiðjur, sem