Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1928, Blaðsíða 21
T I M A RIT V. F. í. 1928
13
framt að liggja þangað gufupipa til lireinsunar á
tunnum og til hitunar á olíunni. Gert er ráð fyrir
einföldum bárujárnsskúr yfir oliugeymunum.
íbúðarhús það sem nú er á lóðinni, er ráðgert að
nota handa verkafólki verksmiðjunnar. Fyrir skrif-
stofu og fyrir íhúð framkvæmdarstjóra, aðalverk-
stjóra, og ef lil vill vjelstjóra, er ráðgert að byggja
hús við innganginn á verksmiðjulóðina, 16x19 m
að grunnfleti, tvíhæða.
Bryggjuhúsið, sem nú er á lóðinni, er ætlað til
geymslu á salti, varalilutum vjela og þNáumlíku.
Ekki mun gerandi ráð fyrir að vatnsveita bæjar-
ins geti lagt verksmiðjunni til nægilegt vatn, og er
gert ráð fyrir 3 þml. vatnsæð ofan úr Hvanneyrará.
Loks er gert ráð fyrir girðingu um alla lóðina.
Kostnaðaráætlun.
Ivr.
1. Umbætur á hryggjum, spor, vogir. . . . 20,000,00
2. Síldarþrær ............................... 50,000,00
3. Hús, ásamt núverandi húsum og mann-
virkjum á lóðinni ....................... 248,000,00
4. Vjelar allar uppsettar ásamt vatnsveitu 360,000,00
5. Girðingar og lögun lóðar ................. 15,000,00
6. Vextir af stofnkostnaði .................. 40,000,00
7. Umsjón og ófyrirsjeð ..................... 67,000,00
Samtals . .. Kr. 800,000,00
8, Áætlun um rekstur.
Sú áætlun hlítur altaf að verða breytingum undir-
orpin eftir aflabrögðum, hæði stærð aflans og gæð-
um, og eftir verðlagi. Jeg mun miða áætlunina við
verðlagið 1927, eða sem næst þvi, en vil fyrst til
ábendingar geta um nokkur þau atriði, sem valda
því, að tölurnar i slíkri áætlun breytast frá ári til
árs.
Verð á síldarolíu fer eftir því, live mikið er í henni
af óbundinni feitisýru. Flest árin undanfarandi liefir
sú olía náð hæsta verði, sem liafði eigi yfir 3% ób.
feitisýru, en ekki verið seljanleg til matarfeitivinslu,
ef ób. sýra var yfir 5%. Árið 1927 var verðið tals-
vert lægra en undanfarin ár. Eftir upplýsingum frá
De Nordiske Fabriker, sem munu kaupa mest af
síldarolíunni frá íslandi, hefir verðið að greiddu flgj.
til Frederiksstad fyrir oliu með 3% feitisýru verið
þannig pr. enskt tonn, að meðtöldum ilátum (trje-
tunnum):
11)22 sterlpd. 25.8.0.
1923 — 31.15.0.
1924 — 33.0.0.
1925 31.0.0.
1926 31.0.0.
1927 — 25.10.0.
Vérðlaékkunin frá 1926 lil 1927 riemur þá 5%
sterlpd. eða um 121 kr. á tonn. Sjeu áætluð 19 tonn
oliu úr 1000 málum síldar, verður þetta um 2300
kr. pr. 1000 mál, eða kr. 2,30 á hvert mál síldar. Af
þessu má sjá hver áhrif verðsveiflur geta haft á
rekstursáætlun eins og þessa.
Verðið á síldarmjöli er einnig mjög mismunandi
eftir gæðum mjölsins. Með norskum lögum og reglu-
gerð frá 1924 er fyrirslupuð eftirfarandi flokkun á
síldarmjöli, sem selt er til skepnufóðurs þar í landi:
a. Saltsnautt síldarmjöl. Feiti -)- protein minst
73%, vatn mest 11%, salt mest 2%.
b. Linsaltað síldarmjöl. Feiti protein minst
67%, vatn mest 12%, salt mest 6%.
c. Mjög saltað síldarmjöl. Feiti + protein minst
63%, vatn mest 12%, salt mest 12%.
í þeim bluta, sem á að vera feiti + protein má
ekki telja meira en 12% af fgiti, og í engri tegund-
inni má vera meira en 15% af feiti.
Auk þess sem verð mjölsins er mismunandi eftir
gæðum, er það vitanlega einnig undirorpið almenn-
um verðsveiflum, þó þær hafi undanfarin ár verið
minni en verðsveiflur olíunnar.1)
pá er og æði mismunandi, hve mikið fæst af oliu
og mjöli úr sildinni. Hjer verður reiknað með að af
olíu fáist um 14% af þyngd hrásíldarinnar. En sam-
kvæmt reynslunni fæst ekki svo mikið úr síld, sem
veidd er snemma sumars, en aftur getur fengist
meira úr ágústveiddri sild. Mjölprósentan ætti að
vera minni breytingum undirorpin, en reynist einn-
ig misjöfn, ekki sist vegna þess að útbúnaður verk-
smiðjanna er misjafn.
Til gleggra yfirlils skifti jeg árlegum gjöldum
verksmiðjunnar í föst gjöld (vexti, fymingu m. m.),
sem verða nærfelt hin sömú, hvort sem starfræksl-
an er mikil eða lítil, og í gjöld sem fara vaxandi í
lilutfalli við magn þeirrar síldar, sem unnin verður
yfir árið. En um þessa síðari liði er það að segja, að
þeir breytast ekki alveg í rjettu lilutfalli við magn
síldarinnar, og sjerstaklega verða þeir nokkru hærri
fyrir hver 1000 mál, ef aflinn verður svo lítill, að
verksmiðjan getur elcki starfað óslitið, aftur munu
ýmsir þeirra geta orðið heldur lægri pr. 1000 mál, ef
aflinn er meiri en í meðallagi, en munurinn ætti ekki
að verða mikill á hvoruga lilið nema vinslan verði
langt fyrir neðan eða ofan meðallag.
Útdráttur úr rekstraráætluninni verður þannig:
a. T e k j u r.
Söluverð afurða úr hverjum 1000 málum sildar:
Olía, 19 tonn, foh, um ................ kr. 9,200,00
Mjöl, 22 tonn, foh, um................. — 6,945,00
. Samtals ... kr. 16,145,00
■ 1) Um það leyli sem erindið var flutt, lækkaði verS á
sildarmjöli stórkostlega. vegna mikils framboðs frá bræ'ðslu-
stöðvum við Kyrrahafið.