Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1928, Side 14

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1928, Side 14
8 TÍMARIT V. F. í. 1928 urnar gefa upp, að kynda megi livort sem vill með kolum eða koksi, en til þess að fá ljóst mjöl mun verða að kynda koksi. Ef alt er í lagi, á að mega þurka eða eima úr síldardeigi 7 kg. af vatni fyrir livert kg. af koksi, sem brent er í eldstæðinu. pessi lýsing á nánast við vjelasamstæður frá verk- smiðjum á austurströnd Bandaríkjanna (American Proces Co., New York, Edw. Renneburg & Sons Co., Baltimore). Að sumu leyti dálítið frábrugðnar þessu eru vjelar frá California Press Manufacturing Co., San Francisko og Stanlev Hiller, Oakland, sem eru mikið notaðar á Kyrrahafsströndinni. Frá sjóðaran- um, sem stendur á járnfótum yfir pressunni, fer maukið milliliðalaust í pressuna. J?egar út úr press- unni kemur, tekur tætari við deiginu og tætlar það smátt, áður en það berst til þurkarans. Svo er að sjá, sem pressunin sje harðari en hjá austurstrand- arvjelunum. purkarinn er ekki reykþurkari, heldur er í ofninum hitað loft, því blásið inn í þurkhólk- inn gagnstætt lireyfingarstefnu mjölsins, en reykur- inn látinn leika ulan um þurkhólkinn, og kemst hvergi að mjölinu. Telja þessar verksmiðjur að mjöl- ið verði bæði drýgra (ekkert brenni úr því) og betra (dökknar ekki af reyknum) en úr reykþurk- aranum, og miklu minni ólykt frá þurkaranum, því að hún stafi aðallega frá brendu eða sviðnu mjöli. Önnur þurkunartæki, sem gæti komið til mála að nota, eru gufuþurkur. þær eru mjög mikið fyr- irferðarminni en reykþurkurnar og þurkunarað- ferðin er í stórum dráttum sú, að heitri gufu er hleypt í gegnum sívalning úr járni innan í þurk- unni, en vota efnið látið smyrjast í þunnum lög- um utan um sívalninginn. pað liitnar þá alt upp i suðumark, og vætan rýkur úr þvi. Síðan er eimur- inn leiddur burt gegnum þar til gerðar pípur. pessi gufuþurkun er falsvert eldsneytisfrekari heldur en reykþurkunin og hefir þess vegna ekki rutt sjer til rúms, þó að hún hafi þann kost, að fara betur með efnið, sem þurka á, heldur en reykþurkurnar. Efnið ofhitnar ekki og engin annarleg efni komast sam- an við það eins og í reykþurkunni. I einni af verk- smiðjunum hjer á landi er höfð gufuþurka til að eftirþurka efnið, þegar framleiðslan er svo mikil, að reykþurkan nægir ekki til þess að fullþurka það. Frá þurkaranum fer efnið venjulega til mölunar, en getur þó að vísu verið verslunarvara án þess að mölun á því fari fram, þó auðvitað fyrir lægra verð. Til mölunarinnar eru venjulega brúkaðar svonefnd- ar kólfakvarnir, fremur fyrirferðalítil áhöld en mjög aflfrek. Stundum er liaft sigti í sjálfri kvörninni svo að ekki gengur annað frá henni en það mjöl, sem fullmalað er, en stundum er baft sjerstakt sigti, og er þá efnið úr þurkaranum látið fara fyrst í sigtið, sem er venjulegt sívalningssigti, og skilst þá þegar frá það, sem er svo fínt, að það þarf ekki að faru í kvörnina. Grófari hlutinn er svo látinn ganga í gegn- um kvörnina og þaðan aftur í sigtið, sem enn skilur það frá, sem ekki er fullmalað o.s.frv. Síðan er mjölið látið i poka, 100 kg. í sekk venjulega, en þó er betra að kæla það áður, og má nota til þess loftsnældu. Ef mjölið er ekki fullkælt, þegar það er látið í pokana, verður fyrst að kæla pokana áður en þeim er stafl- að, því að ef mjölinu er staflað heitu, getur svo far- ið að i þvi kvikni eldur af sjálfu sjer. Mjölið er Ijctt í vigtina og fer hjer um bil 1 tonn í 2 tenm. Hafi fullnægjandi breinsun á járnarusli úr hrá- cfninu ekki farið fram áður, þá verður sú breins- un að fara fram áður en hratið er malað eða sam- timis sigtuninni. Hentugast er að nota segulhreins- ara, og er það gerl a. m. k. í einni af verksmiðjun- um, sem jeg sá. Nýrri vinsluaðferðir. Vinsluaðferðir þær, 4. mvnd.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.