Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1928, Blaðsíða 22

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1928, Blaðsíða 22
14 TÍMARIT V. F. í. 1928 b. G j ö 1 d. 1. Föst árleg gjöld (vextir, lóöarleiga, viðhald, vátr., skattar, framkv.- stjórn) .......................... kr. 138,000,00 2. Rekstrar- og vinslukostnaður fyrir liver 1000 mál, um.................. — 3,800,00 Eftir þessu verður at'gangs kostnaði til þess að greiða fyrir síldina, ef verksmiðjan fær alls 60, 80, 100 eða 120 þús. niál sem hjer segir: Unnið nr þús. málum: 60 80 100 120 Tekjuralls:kr. 968,700 1,291,600 1,614,500 1.937,400 Kostn. alls: kr. 366,000 442,000 518,000 594,000 Mismunur: kr. 602,700 849,600 1,096,500 1,343,400 Mism. á mál: kr. 10,04 10,62 10,96 11,19 Samkvæmt þessu ætti verksmiðjan að geta borgað frá kr. 10,04 til kr. 11,19 fyrir hvert mál síldar, mið- að við þann afla sem hjer var áætlaður. Til þess að tryggja afkomu fyrirtækisins, mundi þó þurfa að leggja meira fyrir (í afborganir eða á annan hátt) en þá 2% af stofnkostnaði, sem taldir voru með föst- um útgjöldum hjer að framan. Sjeu greiddar 9 kr. fyrir hvert mál síldar, verður tekjuafgangur af rekstrinum þannig: Ef unnið er úr 60 þús. málum kr. 62,700,00 — — - - 80 — — — 129,600,00 _ _ _ . 100 — — — 196,500,00 _ _ _ _ 120 — —- — 263,400,00 Hæsta verð sem verksmiðjurnar á Siglufirði munu hafa gefið fyrir hræðslusíld sumarið 1927 (samn- ingsverð) mun hafa verið 9 kr. pr 135 kg, eða 10 kr. pr. 150 kg. Með núverandi verðlagi á afurðunum, sem miðað er við í áætluninni, munu þær litlu verk- smiðjur, sem nú eru þar, ekki heldur geta goldið hærra verð en þetta, og væri einnig frá því sjónar- miði rjettmætt að láta það, sem sannvirði sildarinnar reynist þar fram yfir, ganga til þess að tryggja fjár- hagsgrundvöll verksmiðjunnar, a. m. k. fyrst um sinn. pótt vinslan fari niður i 40 þiis. mál verður eftir þessari áætlun enn þá unt að standast öll föst árleg gjöld, og greiða 9 kr. fyrir hvert mál sildar, en þá er tekjuafgangur einungis 5.800 kr. Sje vinslan til múna fyrir neðan 40 þús. mál, verður tap á rekstrinum. En mesta afköstun, sem ætti að nást í allra bestu veiðiárum, er 160 þús. mál, og mundi eftir þessari áætlun gefa í tekjuafgang kr. 397,200 með 9 kr. gjaldi fyrir hvert mál. pótt nú verðbreytingar geti raskað þessari áætlun, þá er það min skoðun, að samkvæint almennu við- skiftalögmáli muni verð á síldarmjöli og síldarolíu aldrei til langframa verða lægra en svö, að vel útbú- in verksmiðja, undir góðri stjórn, sje sámkepnisfær, þegar hún á kost á jafngóðu hráefni og íslensku sumarsíldinni. Að endingu skal jeg láta i ljós skoðun mína um það, hvernig tryggast og hagkvæmast sje að stofna og reka slika verksmiðju. Jcg álít að samlag eða samvinnufjelag síldveiðimanna ætti að eiga hana og reka. Með því móti tryggja þcir sjer að fá sann- virði fyrir síld þá, sem þeir veiða til bræðslu. Og fyrirtækinu sjálfu er best horgið í erfiðum árum með því, að hagsmunir veiðimanna standi utan um það. Með þvi móti verður best stýrt fram lijá mestu liættu slíks fyrirtækis, sem er sú, að það fái ekki sild til bræðslu i aflatregúm árum. Fiskirækt með rafmagni. Alllangt er orðið síðan rannsóknir fyrst liófust á því hver áhrif rafmagn hefði á lifandi fisk. í Pflúgers arkívi1) skýrir dr. Scheminzky í Wien frá því, að rakstraumur hafi þau áhrif á fiska, að þeir snúi sjer í straumáttina með sporðinn að hakskaut- inu. Riðstraumur liefir liinsvegar þau álirif, að þeir snúa sjer þvert á straumstefnuna. Þá skýrir liann frá því, að sje straumurinn látinn verka lengi á fiskinn, falli hann í dá. Þegar straumurinn hættir aftur raknar fiskurinn við skömmu síðar. 1) Pflúgers Archiv fúr die gesamte Physiologi des Menschen und der Thiere. Berlin 1914, 202. bindi, bls. 200—266. Eftir ófriðinn mikla liafa verið gerðar tilraunir víðsvegar í Þýskalandi, einkurn í Wúrtenherg, í hjeraðinu Hohenzollern, og við Möhne-dalstífluna hjá Hamm, að veiða fisk með rafmagni, en eigi er málið komið af tilraunastiginu enn. Þegar fiskrækt er rjett rekin i tjörnum og stöðú- vötnum, þarf við og við, t. d. einu sinni á ári, að hreinsa vatnið af öllum ránfiskum og afturkreist- ingum. Það er gert á þann hátt, að vatninu er veitt hurtu og allur fiskur tekinn. Síðan er fylt aft- ur og nýr fiskstofn eða klak sett i. Víða eru þó vötn í pýskalandi, vatnsuppistöður og tjarnir, sem ógerlegt er að lileypa vatni úr. Er þá

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.