Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1928, Blaðsíða 17
T í M A RIT V. F. í. 1928
11
315 til 350 tonn af kóksi. Reynslan mun þó vera sú,
að verksmiðjurnar hjer eyða nokkru meira, og mun
því þurfa að ætla pláss fyrir 450 tonn til árseyðsl-
unnar. Talið er að tonn af kóksi þurfi 1.9 til 2.6 ten-
ingsmetra rúm, liklega um 1000 tenm fyrir 450 tonn,
en slærð grunnflatarins fer eftir þvi, hve hátt því
er hlaðið.
K o 1. j?að er rnjög áríðandi fyrir slíka verksmiðju,
að gufukatlarnir sjeu nógu stórir, svo að ekki þurfi
að spara gufu til hreinsunar á ílátum, suðu á olíu
m. m. Er því ráðgert að hafa 2 gufukatla livorn með
200 fermetra hitafleti. Með fullri kyndingu þurfa
þeir alt að 20 tonnum kola á sólarhring, eða 1200
tonn yfir alt tímabilið, en með áætluðum meðal-
rekstri verksmiðjunnar mun eyðslan verða nokkru
minni, ef þeirrar sjálfsögðu hagsýni er gætt, að nota
glateiminn frá eimvjelunum, en sleppa honum ekki
hurtu ónotuðum eins og sumar verksiniðjur hjer á
Iandi gera. Rjett þykir samt að áætla pláss fyrir
1200 tonn af kolum, eða sem svarar 1500 tenings-
metrum.
Fyrir kóks og kol til samans þarf að áætla 2500
tenm, rúm, Flatarmál svæðis þess, sem samkvæmt
uppdrættinum er ætlað til þessarar geymslu, nemur
750 fermetrum, og þarf þá að hlaða eldsneytinu um
3y3 m í hæðina lil þess að árshyrgðir rúmist.
S a 11. Ef svo mikið berst að af liráefni, að fyrir-
sjáanlega þurfi að geyma síld i þrónni langan tíma,
þá þarf að salta síldina. það er ekk^ unt að segja
fyrirfram, hve mikið af salti þurfi í þessu skj’ni, en
oft er talið að 15 kg af salti eyðist fyrir hvert mál
síldar, sem saltað fer í þró,' eða lO kg fjTÍr hvern
hektólítra. Rest er að salta síldina strax í veiðiskip-
unum, ef hún á að geymast nokkuð til muna. Með
því að gert er ráð fyrir að verksmjðjan auki vinsluna,
ef mikið berst að af siíd, og þurfi þvi að jafnaði ekki
að geyma sildina lengi, þvkir ekki þurfa að áætlá
meira salt en í mesta lagi 6 kg fyrir mál síldar, eða
4 kg í liektólítrann, og verða það 640 tonn fyrir allan
tímarin, og samsvarar' um 850 tenm. Hentugast er að
hafá saltið i skúrum alveg við sildarþrærnar, eða
j'afnvel yfir þeim að einhvefju leyti.
1 Vatn. Ferskt vatn þarf aðallega á gufukatlana,
og svo að einhverju leyti til almenns þrifnaðar, en
annars má nota saltvatn að miklu leyti til þvotta á
óliukerum m. m. Katlarnir þurfa úm 6400 kg vatn á
klst., eða sem svarar 1.77 lítrum á sek. Með þeirri
vatnsþrýstingu, sem venjuleg telst í götuæðum
(samsvarandi hraða kringum 0,6 m á sck.) mun
þurfa þriggja þuml. víða aðfærsluæð til verksmiðj-
tinriár.
y' / ' .:
r 6. Staður fyrir verksntiðjuna.
Fyrir slíka verskmiðju gela margir staðir komið
tH greina, og á flestum eða öllúm þeim stöðum munu
lientugar lóðir vera fáanlegar, t. d. á Siglufirði, Sval-
barðseyri og í Hrísey. Til aðseturs fyrir verksmiðj-
una sýnist mjer Siglufjörðurþó hafa tvo kosti
frarn yfir aðra staði yfirleitt. Sá er annar, að vegna
legunnar getur veiðiskapur frá Siglufirði liaft stærra
veiðisvæði til yfirsóknar, en veiðiskapur frá nokk-
urri annari höfn lijer á landi, án þess að sigling til
liafnar og frá verði óhæfilega löng. paðan rná sækja
jafnt vestur með landi, austúr með landi og inn á
Eyjafjörð. Hinn kosturinn er sá, sem raunar leiðir
af legu fjarðarins, að langmestur hluti síldarsöltun-
ar og kryddunar, sem nú fer fram hjer á landi, held-
ur til á Siglufirði. En úrgangssíld frá sliltri starfsemi
er hiá’ sjáífsagðasta og fyrsta hráefni fyrir síldarverk-
smiðjit'. Gallar Sigluf jarðar munu einkum verða tald-
ir þeir, að þar sje þröngt, bæði á landi og fyrir strönd-
inni. En mjer virðist véra nóg pláss þar álandi. pröngt
er orðið um |iláss fyrir nýjar bryggjur við strönd-
ina, svo að saman fari nægilegt dýpi og gott skjól,
en nokkrar bryggjur eru fyrir lóðum þeim, er til
greina geta komið. Úrgangssild frá söltunarstöðv-
um ælti og að einhverju leyti að flytjast landleið frá
öðrum bryggjum til verksmiðjunnar.
J?ær tvær lóðir á Siglufirði, sem jeg tel hentug-
astar fyrir nýja síldaryerksmiðju, og báðar munu
fáanlegar sem stendur, eru:
a. Leigulóð hafnarsjóðsins með 4 bryggjum, 2
húsuni og bryggjupöllum, á austurodda eyrarinnar,
næst fyrir sunnan verksmiðju Dr. Pauls. )?essi lóð
út af fyrir sig þykir mjer þó heldur lítil, en að henni
liggja úokkrir ónotaðir leigúlóðarreitir einstakra
manúa; ög hefi jeg ráðgert að þrem þeirra, kring
um 1200 fermetra að flatarmáli alls, yrði bætt við
lóðina ef til kemur, og eru þeir fáanlegir í því skyni.
Með þessum viðaukum verður stærð lóðarinnar um
10800 fermetrar. Talsverður hluti lóðarinnar I\ggur
á því svæði, þar sem áðúr var tjörn eða vilpa, en
hún hefir nú öll verið fylt upp, svo að lítið vantar
á að viðunandi megi teljast. Strandlína lóðarinnar
er 101,5 ni að lengd. Lóðinni fylgja 4 bnrggjur og
riókkúð af húsum.
b. Næst fyrir sunnan þessa leigulóð hafnarsjóðs
er lóð með húsum og mannvirkjum tilheyrandi hr.
T. Hoffmann-Olsen, Kaupinannahöfn, og er sú eign
til sölu og einnig nothæf fyrir síldarverksiniðju
eins og þá fyrirhuguðu. Strandlínan er að lengd
108?4 m, stærð lóðarinnar um 13,300 fermetrar, en
J?ar frá gengur þó lóð undir Tjarnargötu, sem þegar
hefir verið lögð gegn um eigúina. Giska jeg á að
götunni tilheyri um 1000 fermetrar. Ef nota ætti
lóðina fvrir slíka verksmiðju, þyrfli að fá leyfi
stjórnarvalda bæjarins til þess að loka þessum götu-
stúf, sem er bænum með öllu meinfangalaust, og
leggja götulóðina til verksmiðjunnar. Nokkur hluti
lóðarinnar hefir verið Ijörn, og vantar enn mikið á
nægilegar uppfyllingar.