Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1928, Blaðsíða 23

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1928, Blaðsíða 23
T1 M A RIT V. F. í. 1928 15 notaður ádráttur með netjum, en hann gagnar lít- ið, sökum þess, að geddurnar eru einna duglegast- ar að komast undir netin, þar sem ójöfnur eru í botni. Hefir reynslan orðið sú, að í þessum vötn- um hafa geddur og ruslfiskar orðið svo yfirgnæf- andi, að ógerlegt hefir verið að hafa þar fiskrækt i lagi. Er augljóst, að þarna mundi fiskveiði með rafmagni geta komið í góðar þarfir, ef hún hepn- aðist. En þá þarf að vera hægl á þann hátt að ná öll- um fiskinum, og hann má ekki drepast eða skemmast. H.f. „Landelektrizitát" í Halle hefir í samlagi við landhúnaðarráðuneytið í Saxlandi gert nokkr- ar tilraunir síðastliðið ár til þess að ganga úr skugga um aðferðina og til þess að finna ódýra og hentuga veiðiaðferð með þessu lagi. Við fyrstu tilraunirnar var notuð tjörn (A) ná- lægt Halle, sem sýnd «er á myndinni. Er hún um 500 m löng og 50 m breið. Skamt frá er 15000 volta rafmagnslina. Var þá settur við linuna spennir (B) og rafmagnið afspent niður í 380 volt. Fekst á þann hátt riðstraumur hentugur til tilraunanna. Var þeim hagað þannig: Eftir endilangri tjörninni var lagður ber eirvir (C) 25 fermm gildur og var hann festur í botni með stjórum. Annar eirvír ber (D) var lagður þversum yfir tjörnina og voru hafð- ar á lionum flár (r) svo að hann flyti. Við þennan vir var á báðum endum (a og b) hnýtt liampköðl- úm og hjeldu tveir menn (m og n) hvor í sinn enda óg höfðu þeir gúmlianska á höndum. Mennirnir „drógu siðan á“ með þessum útbúnaði með því að draga eirvírinn i yfirborðinu eftir endilangri tjörn- inni eins og örvarnar sýna. A eftir vírnum fóru bátar (E) og tóku þann fisk er upp flaut, i háfum. Botnvírinn (C) var tengdur við annað skaut spennis- ins, en flotvírinn (D) við bevgjalegan, einangraðan streng er iá að straumrofa (S) og vari (F) við liitt skaut spennisins. Með þessum útbúnaði fer straumur á milli vír- anna í vatninu þannig að nokkurskonar straum- veggur myndast í tjörninni, þar sem hvergi er smuga á og fiskurinn kemst ekki í gegnum, án þess að verða fyrir straumnum og falla í dá. Undir eins og straumurinn var settur á, komu upp margir fiskar, geddur, kai'far og álar, hopp- uðu upp úr vatninu og flýðu undan vírnum að liinum enda tjarnarinnar. Ef þeir komu nær vírn- uin en 5 m, komust þeir ekki burtu. Þeir sprikl- uðu og lxentust til og frá, síðan dró fljótt af þeim og þeir lögðust á hliðina hreyfingarlausir. Þegar virinn hafði verið dreginn eftir endilangri tjörninni, flaut fiskurinn upp um hana alla og lá á yfirborðinu sem dauður. Ef straumurinn var tekinn af, lifnaði fiskurinn brált aftur og virtist ekki hafa orðið unx þetta. Fiskurinn lifnaði við á augalxragði ef stjakað var við lionunx, cn annai's tók það hann nokkurn tíma að rakna við. Þessar tilraunir í tjörninni koma alveg lieinx við tilraunir dr. Scheminzky, sem áðan var getið að liann liefði gert í rannsóknarstofu sinni og sem lxann lýsir þaxinig: Eltir hálfa aðra klst. höfðu dýrin náð sjer alveg. Eftir 24 klst. voru öll smákvikindi frísk og fjÖr- leg að sjá og höfðu fengið sinn eðlilega litarhátt. Það mun enginn vafi vera á því, að það fer eftir spennunni, senx notuð er, hvort þessi rafnxagnsað- ferð er hættulaus eða ekki. Eftir tilraununx fjelags- ins í Halle, sem það ljet gera í ýnxsunx tjörnum, virðist alt að 400 volta spenna vera hættulaus fisk- inum. Fiskur sá, sem veiddur var þannig lanxaður af rafmagni, var látinn í vatnsilát og mátti geyma liann þar lifandi eftir vild, þangað til hann var seld- ur eða liægt var að láta hann aftur í tjörnina. Tilraunirnar gátu ekki sannað óyggjandi, livort allur fiskur hefði náðst. Það hefði mátt gera, ef liægt hefði verið að tænxa tjarnirnar á eftir. En þær 4 tjarnir, sem notaðar voru, var ekki unt að tæma. Allar líkur eru þó á því, að enginn fiskur konxist undan, með þessai'i aðfei'ð, því þegar liúix var endurtekin í sömu tjörn, kom enginn fiskur upp, undir eins í annað skifti. Þótt þessar tilraunir hafi þannig sýnt góðan á- rangur, er aðferðin ennþá alls ekki nógu fullkomin til almennrar notkunar. Iiún er stói’hættuleg, nema kunnáttumenn á rafnxagn sjái um útbúnaðinn og stjórni henni að öllu leyti. 300—400 volta spenna, nxeð þeirri aðstöðu, senx þarna er, er bráðliættuleg lífi nxanna, ef eitthvað ber út af. í þessu sambandi nxá geta þess, að í Prússlandi og líklega einnig í fiskveiðalöggjöf annara ríkji. er bannað að nota hættuleg efni eða spi'engiefn til veiða, (beitu, sem lamar eða svæfir fiskinn eða er eitruð). Samkvæmt oi’ðalagi laganna fellur nofi» un rafmagns einnig undir þetta bann. Þyrfti þa

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.