Freyr - 01.02.1911, Side 4
FREYK.
18
arnir, sem ávalt eru stærri og fleiri eD karl-
maurarnir, eiga 20—24 egg hver, og ungast
þau út á 4—7 dögum við hitann úr húð-
inni. Utan um eggin er skurn úr ákaf-
lega þóttu og haldgóðu efni (chitin), sem
þolir sérlega vel áhrif allra hinna venjulegu
baðlyíja, og geymir ágætlega ungans, sem innan
í er. Úr því unginn er kominn út úr egginu’
líða 14—17 dagar, þangað til hann er orðinn
fullþroskaður og fær um að auka kyn sitt.
Á hverri kláðakind er ávalt mesti sægur
af maurum og mauraeggjum og varla er það
hugsanlegt að nokkur sú kind, sem maur er á
og það þótt maurinn sé nýskriðinn á hana, sé
eggjalaus, því að frjósemin er ákafleg og eggja-
viðkoman afar-ör. Hver kind, sem grunuð er
'um að hafa á sér kláðamaur, verður því um leið
grunsóm að því er snertir maura-egg. — Um lif-
seigju mauranna utan kindar er áður getið, en
um eggin er það að segja, að þau geta haldið
sér 2—3 vikur og ef til vill stundum miklu
lengur í raka, en aðeins vikutíma í þerri.
Til þess að lækna kláðakind þarf að losa
hana við alla þá maura og mauraegg, sem á
henni eru. Þá hatna hrúður og sár af sjálfu
sér. Verði svo séð um að á hana berist ekki
nýir maurar eða ný egg, íær hún aldrei kláða
framar. Með baðlyíjunum reynum vér að drepa
maurana á fónu, en með hreinsun húsanna og
einangrun fjárins er reynt að koma í veg fyrir
að féð sýkist að nýju.
Ef jafn hægt væri að drepa maura og egg á
kindinni, þyríti ekki nema eitt gott bað, því
að það vita menn að drepa má með einu baði
alla þá maura, sem á kindinni eru, þegar hún
er böðuð. En því raiður eru eggin verri við-
fangs og kemur það af þvi, að baðefnið kemst
ekki gegn um eggjaskurnið inn til ungans,
nema ef til vill á elztu eggjunum, sem komin
eru svo langt að unginn fer að skríða út og
skurnið er því farið að bila. Úr vanalegu
kláðabaði, sem drepur alla maurana, komast
því flest eggin lífs af og halda áfram að vera
á kindinni þangað til þau ungast út. Til þéss
ganga eftir því sem áður er sagt 4—7 dagar
og eftir þann tíma er því kindin, sem virtist
alveg heilbrigð rétt eftir baðið, orðin aftur krök.
I>á líða 14—17 dagar þangað til þessir nýju
maurar eru orðnir kynþroska og farnir að verpa
eggjum. Sé nú kindin ekki böðuð aftur innan
þess tíma að nýju eggin koma til sögnnnar,
heldur kindin áfram að vera kláðakind og lækn-
ingin hefir því ekki verið fólgin í öðru en að
drepa þá ruaurakyuslóð sem var á kindinni
fyrir haðið. Ef kindin aftur á móti er böðuð
í annað sinn áður en ný egg koma, en þó ekki
fyr en vissa er fyrir því að öll eggin, sem
sluppu lifandi úr baðinu, eru unguð út, orðÍD
að maurum, þá fæst nokkurnveginn full vissa
fyrir því að kindin sé al-læknuð, ef bað og
böðun hefir verið í lagi. En að eitt hað al-
lækni kláða er jafn sennilegt og að ekki komi
aftur vatn í brunu, sem einu sinni hefir verið
þurausinn, án þess þó að tekið hafi verið fyrir
uppsprettuna. Ef lækna á kláða, verður að
taka . fyrir „uppsprettuna11; eggin verður að
drepa, en það er ekki gjörlegt öðru vísi en með
því að bíða eftir því að þau ungist út og
drepa síðaa alla ungu maurana áður en þeir
komast tíl þroska.
Eitt kláðabað er því hreinasta kák eða. öllu.
heldur fjarstæða og þetta mátti löggjöfunum
1903 vera kunnugt, því að þetta hefi eg reynt
að gjöra mönnum skiljanlegt síðan 1897 og sér-
staklega tók eg það skýrt fram í Isafold 20,
júní 1903, rétt fyrir kláðaútrýmingarþingið, þar
sem eg komst svo að orði: „Að fyrirskipa eitfc
bað á kláðafé, er kák, og að fyrirskipa eitt
bað á fé, sem gruoað er um kláða, er líka kákr
því hafi kindin kláða, læknar eitt bað yfir höf-
uð ekki, en hafi hún ekki kláða, er kláðabað'
óþarft.“ Og um þingtímann (ísafold 19. ág.