Freyr - 01.02.1911, Síða 9
FREYR.
23
komið, að framkvæmdirnar fari allstaðar fram
aneð ákveðnu samræmi og eftir ákveðnum regl-
ura. í>ar þurfa lög. —
En ekki er það nú samt tilætlun þeirra,
sem hafa vilja eitt árlegt bað um land alt, að
þÍDgið gefi út lög um þrifaböð; það er í raun-
inni ekki svo vel. Þeir vilja láta kalla lögin
kláðalög og ætla þeim að vera til útrýmingar
kláðaDum, en að efni eiga þau að vera „óþrifa-
]ög“ og samkvæmt hlutarins eðli með öilu ó-
hæf til þess að lækna eða útrýma kláðanum.
■'Stefnan virðist vera sú að viija innleiða aftur
farganið frá 1903, en gjöra það nú 5 til 10
sinnum átakanlegra.
Eg vona að úr þessu hætti allir skynsamir
menn að tréssast gegn þeirri staðreynd, að til
lækningar kláða þarf tvíböðun með hæfilegu,
minst 7 daga og mest 18 daga, millibili og þá
«etti það að vera Ijóst, að kláðanum verður ekki
útrýmt með 5 eða 10 eða 100 böðum meö árs-
millihili. Með þeirri aðferð má halda honum í
skefjum, en ekki útrýma. —
Ef þingið mót von minni tæki upp það
ráð, að lögskipa árlegar einfaldar baðanir, verð
-eg að líta svo á sem það sé öldungis það sama
■og að gefast upp við kláðann, og ekki bætti
það úr skák, þótt slíkt kák yrði nefnt í fyrir-
.sögninni . . „til útrýmingar fjárkláðanum“ !
Það virðist þó ekki sæmilegt að gefast
upp við kláðann áður en einu sinni hefir ver-
ið gj'órö tilraun á viti bygð til þess aö lækna
hann og rýma lionum út. Efingað til hafa allar
ráðstafanir verið kák og það eitt er orðið ljóst,
að kláðinn lætur ekki undan káki og lagar sig
-ekkert eftir hugsanavillum löggjafanna eða ann-
arra. Og ef menn eru alment þeirrar skoðunar
að grípa beri til árlegu baðanna „til útrýming-
ar fjárkláðanum11, ráðstafana, sem hljóta, þegar
árin líða, að kosta of fjár, hvað munar þá um
að láta tvíböðun fara fram fyrsta árið, sem að-
eins hefði 30 — 40 þús. króna awifcakostnað í för
með sór. Meira mun baðefni í eitt bað á alt
fé á landinu alls ekki þurfa að kosta.
Það er nú mín tillaga, að gjörð sé næsta
vetur gagngjör tilraun til útrýmingar fjárkiáð-
anum, hin fyrsta reglulega tilraun, á þann hátt
að baðað sé alt fé á landinu tvennum böðum
með c. 12 daga miliibili, og mun stjórnin nú
leggja fyrir þingið frumvarp til laga um útrým-
ing fjárkláðans, sem í öllum verulegum atriðum
er í samræmi við það, er eg hefi lagt til við
stjórnina og nánar eru beint og óbeint færðar
ástæður fyrir hér að framan. —
Aunað aðalatriðið i útrýming fjárkláðans,
og auðvitað hið verulegra, er lækning fjárins.
Hitt atriðið, að koma i veg fyrir, að maur skríði
á baðaða féð eftir baðið, er heldur ekki óveru-
legt, og skal nú farið nokkrum orðum um það.
Maur getur skriðið á féð 1) af öðru fé 2) úr
högunum og 3) úr húsunum.
. Yfirleit.t er fyrsti sýkingarmátinn, að féð
sýkist af kláðafé, lang tíðastur, en hér hagar
svo til að vetrinum, að slíkt er hægt að forð-
ast, enda má haga böðunum með tilliti til þessa.
Annan sýkingarmátann þarf naumast að óttast,
þegar alt fé er baðað um háveturinn. Hinn
þriðji — húsin er sá, sem erfiðastur er við-
fangs. Eins og áður er getið, getur kláðamaur-
inn lifað lengi utan kindar og því getur hann
líka lifað lengi í húsunum. Þess vegna þarf
alltaf að hreinsa húsin áður en böðuðu fé er
slept inn í þau, sópa vandlega út öllu rusli (af
veggjum, stoðum, garða o. fl.) og moka út að
minsta kosti 2 þuml. þykku lagi af taðinu.
Þegar svo fénu er slept inn rennvotu úr bað-
inu, blotnar húsið innan og sótthreinsast enn-
fremur við það. Þannig lagaða sótthreinsun
verð eg að álíta nægilega, þar sem lítil brögð
eru að kláða. Séu mikil brögð að honura, má
sótthreinsa húsin enn betur með baðleginum, þvo
úr hoouru alt grunsarat tréverk, stoðir og garða-
bönd, og bleyta vel veggi.