Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1911, Blaðsíða 11

Freyr - 01.02.1911, Blaðsíða 11
FREYR. 25- einkenna góðan verkamann. Þeir eru þrír: djörf- ung, þróttur og vit. Ef til vill finst ykkur undarlegt að telja djórfung til þeirra eiginleika sem góður verka- maður verði að hafa. Ef til vill hefir ykkur aldrei dottið í hug, að það þyrfti neina djörf- ung til að slá eða raka, eða binda hey, eða rista torf, eða höggva grjót og aka því, eða grafa fyrir grunni og moka mold, eða breiða fisk og taka saman, eða ferma skip og afferma, eða hvers annars sem til mætti nefna af algeng- um verkum. En hafið þið þá aldrei heyrt það sagt um verkamann, að hann væri verkkv'iðinn ? Eg skal játa, að eg hefi ekki heyrt orðið íyr en hérna um daginn, og mér þykir vænt um að eg hefi ekki heyrt það fyr. Eg ræð af því, að það sé varla mjög alment í málinu, og sé það óalment, þá vona eg það sé af því, að eig- inleikinn sem það táknar sé ekki mjög almenn- ur á landi hér. En eg skildi orðið undir eins og eg heyrði það, og það er ofur auðskilið. Verk- kvíðinn er sá, sem kveinkar sér við að láta í té þá áreynzlu sem verkið heimtar af honum. Kvíði er gagnstæður djöríung. Djörfung er alt af fólgin í því að geta rólegur og óskelfdur horfst i augu við örðugleika og hsettur í hverri mynd sem er og vera reiðubúinn að rísa önd- verður gegn þeim og leggja alla sína krafta fram til að sigrast á þeim. Djörfungin er konungseðli mannsins og gagnstæð þrælslund- inni. Enginn strengur í brjósti manns er inn- ar en sá, sem ómar þegar vér dáumst að djörf- ung annars. Drengskapur, sannleiksást, — und- irstaða allra dygða, eru aðeins myndir eða gervi djörfungarinnar, því hvers vegna ljúga menn, hvers vegna svíkja þeir ? Lang oftast af hugleysi, bleyðimensku. JÞeir Ijúga af þvi þeir þora ekki að horfast í augu við hlutina og nefna þá réttum nöfnum. JÞeir svíkja af því þeir þora ekki að horfast í augu við lof- orð sitt og taka á sig alt erfiðið og sársaukann, sem efndirnar hafa i för með sér. JÞetta kem- ur fram í smáu jafnt sem stóru, því eðli hvers manns kemur fram í hverju verki sem hann vinnur. Segðu mér hvernig þú viunur verk þitt, og eg skal segja þér hver þú ert. Hvert verk sem er, kostar áreynslu, ef það er vel unnið og dyggilega. Og á því hve ótrauður verkamaðurinu er að leggja fram áreyusluna sem verkið heimtar, sést djörfuug haus; og sá,. sem alt af vinnur verk sitt ótrauðlega, er mað- ur sem eg mundi treysta til ao halda loforð sín manna bezt. Þeir menn sem eg hefi þekt ötulasta verkamenn, ósérhlífna og dygga, þeir hafa að jafuaði verið hugprúðir menn, sauu- orðir og haldinorðir. Hinir sem kveinkuðu sér við áreynsluna og kusu heldur að ieysa verkið seint og illa af hendi, en að herða sig, þó sárt væri, það voru menn sem eg treysti ekki lield- ur í öðrum efnum, því þá vautaði konungseðlið^ djörfungiua, drengskapinn. . ' Eg vona þá að þér játið, að djörfungin er eiginleiki, sem góður verkamaður verður að hafa. Og þá kem eg að þeim næsta, og það var þrótturinn. Eins og allir vita, er hann mönnum gefinn í misjöfnum mæli. Sumir eru stórir og sterkir„ sumir smáir og kraftalitlir, þó stærð og þrótt- ur fari ekki alt af saman, þvi „margur er knár þó hann sé smár“. Þrótturinn fer líka eftir því hvernig aðbúð menn eiga. Til þess að halda kröftum, verða menu að fá þá fæðu sem líkam- inn þarfnast. En það er um þróttinn eins og aðrar eðlisgáfur vorar. Hann vex ef vér notuni hanu vel, en þverrar ef vér notum hann lítið eða illa. Náttúran er nákvæm í reikningshaldi. Hún gefur sínar gjafir, en hún tekur aftur það sem hún gaf, ef það er ekki notað, eða því er illa beitt. Og allir verkamenn vita, að kraft- arnir vaxa við aflraunir, ef nægileg hvíld og næring fæst á eftir. Eg man hve mikluþrótt- meíri eg var, á skólaárum mínum, þegar eg kom

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.