Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1911, Side 15

Freyr - 01.02.1911, Side 15
FREYR. 29’ Um býflugur. Eftir Magnús Björnsson. I. Almenoingur hefir jafuan látið sig litlu skifta skordýralíf landsÍDS. Hér er og ekki um auðugan garð að gresja í samanbui'ði við önn- ur lönd. Þó er þekkingin enn þá minni á því, sem hér er til. Hér hefir ekkert verið rann- sakað i því efni síðan dr. Staudinger var hér (um 1856)*) eða að minsta kosti er það sára- lítið, sem sést hefir á prenti um þau efni, þótt einstaka útlendir terðamenn kunni að hafa safn- að einhverj’í. Flest er af því illa, sem menn hafa að segja um þessa samlanda sína; enda veitir almenningur helzt eftirtekt þeim hlutum sem hafa einhverja fjárhagslega þýðingu. En skorkvikindi vor eru flest af því tæginu, að lítið er á þeim að græða, ef þau eru ekki bein- linis til óþæginda. Hývargurinn, sem allir bölva, er þó uppáhaldsfæða silungsins. Eæstir sjá þó í gegnum fingur við hann fyrir það og vildu víst fegnir losna við hann ef gætu. — Galdramenn hafa jafnvel magnað á hann illsku *) Skordýralíf vort er þó hvergi nærri eins fáskrúðu’gt og margir kynnu að ætla. Eg set hér til fróðleiks nokkrar tölur eftir doktor Staudinger: Hann fann í alt c: 312 teg. Þar af var nálægt J/3 tvívængjuð skordýr (diptera)flugur eða 110 teg., ‘/i bjöllur (coeloptera) eða 81 teg., '/5 æðvængjuð skordýr (hymenoptera) (hvepsur) villibýflugur etc. eða 61 teg., Vio fiðrildi (lepidoptera) eða 33 teg., afgangurinn var sitt úr hverri áttinni. Dr. Staudinger var hér aðeins 3—4 mán. og má því eigi ætlast til að hann liafi fundið all, sem hér er að hafa; en hann er sá eini maður, sem nokkra þekkingu hefir á þessari hlið dýralífs Is- lands. Gjörir hann ráð fyrír að hér muni vera ca. 500 teg. í hæsta lagi. Enn minna vita menn um útbreiðslu tegunda um landið. Doktorinn var aðeins á Þingvöllum og þar í nágrenninu, gat hann þvi ékkert sagt með vissu um það efni. veður. Grasmaðkinum er engin bót mælandi, hann gjörir aðein3 ilt eu fiðrildaskammirnar eru þó meinlausar í almenningsálitinu! Býfiugur eru allstaðar í miklum metum og það að verðleikum. Hér á landi eru þær ekki til, en vel væri ómaksjns vert að reyna að bjóða þeim heim til okkar, og ef svo færi að- þær gætu felt sig við loftslag vort og lauds- háttu, þá ættum við þar arðvænlega tekjugrein í vændum. Til þess að vór séum færir um að takast slíkt á hendur, veiðum vér að kynna oss lifnaðarháttu þeirra og siðvenjur. Kú vill svo vel til, að hér er mitt á meðal vor frænka þeirra ein, al-íslenzk og unir vel hag sínum. Það er villibýflugan (bombus), randaflugan, sem sumir kalla. Hún er algeng í flestuiu ef ekki öllum héruðum landsins. Vér skulurn nú at- huga nánar káttu hennar. Villibýflugan á sér bú á þeim stöðum sem-- minnst ber á, því hún á sér marga óvini, bæði mýs og fugia. Vanalega finst bú þeirra helzt í gömlum moldarbunkum, tóftabrotum eða í- mosaþembum milli steina út um hagann. Þjóð- félag þeirra er þannig til komið, að á vorin kemur fram stór kvenfluga (drotning), sem kefir þraukað af allan veturinn, niðri í jörðunni und- ir steinum eða mosa. Eer hún þegar að draga saman blómsturduft og hunang, sem hún sýgur úr blómum og ber það í hrúgu á þann stað,. sem hún velur sér til bústaðar. Úr þessu býr hún til mauk og verpir uokkrum eggjum í það. Þau ungast út á hæfilega stuttum tíma og lirf- urnar, sem koma úr þeim éta sig ofan í fóður- hrúguna; mynda þar hólf eða bása fyrir sigr en móðir þeirra hleður nýjura fóðurbyrgðum á nýtt ofan, til þess að veggirnir á hverju hólfi verði eigi of þunnir. Þarna er lirfan nokkurn' tíma og rífur í sig fæðuna eins og vargur, skift- ir nokkrum sinnum ham, unz hún á sínum tíma spinnur utan um sig einskonar hjúp og verður að púpu. Þá líður aftur nokkur tími unz full-

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.