Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1933, Qupperneq 27

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1933, Qupperneq 27
TÍMARIT V. F. í. 1933. 75 snyrtingu karla og kvenna, sem eru í kjallara, liggja undir þessum stigum. Þegar komið er upp stigana frá 1. liæ'ð, kemur maður upp i stóra ganga eða íorstofu á 2. liæð. Milli þessara ganga er Ijósmyndaklefi. Við báða gangana eru lilheyrandi fatageymslur fyrir áhorf- endur á 2. hæð. Einnig er frá göngunum inngang- ur í snyrlingar tilheyrandi þessari liæð. Að síðustu má gela þcss, að frá háðum göngun- um eru breiðar dyr inn í leikhús-„loyer“. Frá háð- um endum „foyers“ eru veitingastofur fyrir leik- húsgesli. Frá „foyer“ má ganga út á svalir, sem eru yfir inngangi. Frá háðum göngum er inngang- ur inn á áliorfendasvæðið. Á miðju áhorfendasvæð- inu eru stúkusæli, og eru þar 6 stúkur alls, og ! sæli í liverri stúku. Til liliðar við stúkurnar eru vanaleg sæti. Kringum leiksviðið eru leikendaherbergi, nema við eina hliðina er æfingasalurinn, sem er að stærð 5,5x6,0 m, og við hliðina á honum eru tjöld. Upp frá göngunum gengur aðalstiginn upp á loft (3. hæð), og kemur þar uppi stór „foyer“, sem lil- lieyrir þessari hæð. Úl frá „foyer“ koma fatageymsl- ur. Inn frá „foyer“ er gangur inn á mitt áhorfenda- sviðið. Til hliðar við áhorfendasvæðið eru geymslur. Ivringum leiksvið eru leikendaherbergi, nema við eina hliðina er málara- og smíðasalur. 011 tjöld má draga upp frá leiksviðsgólli upp i mál- arasal gegnum rauf, sem er á öllum gólfunum. Húsið rúmar 809 áhorfendur. A fyrsta gólfi 495, á öðru gólfi !)4, á þriðja gólfi 220. Eins og nærri má geta, var það vandaverk og áhyrgðarmikið, að taka að sér hyggingu leikhússins, liins stærsla liúss á landinu. Ef allt tækist vel, mátti lnisið verða bæjarprýði. Fyrsti erfiðleikinn var að fá sómasamlegan stað fyrir þetta mikla hús, þar sem það gæti hæði notið sín vel og prýtt bæinn. Margir staðir komu til tals, meðal annars íshúslóðin vestan Tjarnarinnar, og Kalkofnsvegurinn, með skák af Arnarhólstúni neðst. Hefði þá liúsið staðið við fjölfarið torg og lokað skólabrekkunni að norðan, likt og Barnaskólinn að sunnan. En allar þessar tillögur strönduðu á þvi skeri, að lóðin mátti ekki kosta neitt scm næmi, og þá var tæpast um annan slað að tala, en lóðina við Hverfisgötu, ofan Safnhússins, því hún fékkst gef- ins. Er skemmst frá ]>vi að segja, að þessi sparn- aður varð sá þrándur í götu, að ekki varð um ann- an stað að velja. Var það að lokum ákveðið með ráðherraúrskurði, cflir ósk leikhússnefndar, að hús- ið skyldi hyggt við Hverfisgötu, þótt hæði húsa- meistari og skipulagsnefnd teldu það illa ráðið. Nú mun enguin hlandast hugur um það, að þar nýtm' húsið sín illa og prýðir bæinn miklu minna en ann- ars hefði verið. Útlit hússins var næsta ráðgátan. Þótti mér sem leikhús væri einskonar æfintýrahorg, eins- ÞjóðleikliúsiÖ. Hluti af sluðlahvflfiiií{u í áhorfendasal. (Teil einer BasalUvidlning im Zuschauerrauin). konar álfakonungshöll, og mælti vel hera þess merkí. Þetta hefði mátt gera með cinhverju æfintýralegu skrauti, turnum, hvelfingum og þvíumlíku, er stvngi i slúf við hversdagsleg hús. En þetta var dýrt, og hyggingarefni vort, steinsteypan, hentar ekki alls- koslar til rlíks. Auk þess varð ekki sagt, að liðar- andinn færi i þessa átl. Annað gat og komið lil tals. Islendingar hafa lítið haft af skrautlegum höllum að scgja, og íslenzka huldufólkið hjó hlátt áfram i klettum. Því þá ekki að húa lil einliverja kletlaborg yfir allt það æfintýralega lil', sem sýnt er á leiksviði? Þetta var viðráðanlegra livað kostnað snerti, og líka islenzkara. Það virðist og samrýmanlegt við þá sann- gjörnu kröfu, að þetta mikla hús fengi á sig minnis- varða svip, minnisvarða, er sæmdi þvi örlæti og trausti á framliðinni, sem lýsir sér í því, að smá- þjóð vogar að hyggja slíkt stórhýsi i smáhæ eins og Reykjavík, og ])að á líma, þegar leiklnís crlendis eiga erfilt uppdráttar. Það vildi nú svo vel til, að eg hafði áður glímt við þessa klettahugmynd, og liafði liún komið mér að góðum notum. Það var á vcggsúlum kaþólsku kirkjunnar i Landakoti. Eg reyndi þar að likja efl- ir islenzku stuðlahergi að svo miklu leyti sem ástæð- ur leyfðu, og varð þetta lil ]>ess, að kirkjan fékk

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.