Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1919, Side 5

Freyr - 01.07.1919, Side 5
67 FREYR. in ekki að eins starfsáhaldið, heldur og á end- anum starfstáknið, að vísu segir hún ekki frá tví, hvernig verkið hafi verið leyst af hendi, en hún lýsir þvi skýrt hvert það hefir verið, og að mikið hafi verið unnið. — Þessi merki auka sjaldnast fegurð handarinnar; þau lýta hana miklu fremur frá fegurðar sjónarmiði, og þó eru þetta i raun og veru heiðursmerki, sem vinnan sæmir þá, er lengi hafa í hennar þjón- ustu staðið. En auk þessara handa með iðju- táknum, þá eru líka til í heiminum hendur með iðjuleysistáknum, er sýna það, að þær hafa aldrei við neina iðju fengist, aldrei neitt viðvik gert, slíkar hendur eru tíðar meðal höfðingja Kínverja, og iðjuleysismerkið eru hinar löngu neglur þeirra. En sleppum nú þessu, fieira átti að vera hjer efni máls. — Jeg ætl- aði ekki að eins að tala um höndina og henn- ar margvíslegu störf, og hvernig hún æfist og lagast eftir þeim, en mig langar líka til að minnnast á viðskifti vitsins og handarinnar við vinnuna, og i sambandi við það á vinnuna og visindin, jog loksins langar mig til að sýna fram á, að það er ekki kraftur handarínnar, þótt mikils virði sje, sem skapar afkomuna í lífinu að minsta kosti innan þess atvinnuvegs okkar, er jeg hefi hjer sjerstaklega fyrir aug- um, landbúnaðarins, heldur er það vitið, hygg- indin, fyrirhyggjan sem hjer ræður mestu um. Og i sambandi við þetta liggur svo beint við að minnast svo lítið á háskólakennaraembættið i hagnýtni sálarfræði, sem nýbúið er að stofna hjá okkur og hið mikla verkefni, er fyrir þeim manni liggur, er það embætti hefir tekist á hendur, hjá þjóð vorri. Langt er nú síðan menn tóku eftir þvi að betur fer á því við alla vinnu að vit og hugs- un sje með i hverju verki, eða með öðrum orðum að hönd og heili vinni saman. Á þetta bendir orðið verksvit, og aldrei þykir vel á því fara, eða það verk verða að fullum notum, sem unnið er hugsunarlaust. Það er og hinn mesti munur að sjá hvernig menn vinna sama verkið, og hvað þeim verður ágengt, þótt ekki sje neinn munur á þrekinu eða krafti handanna. Eftir þessu hefi jeg tekið skýrast við róður og slátt, og gildir auðvitað hið sama um ótal fleiri störf. £>á tegund vitsins, sem við vinnum áork- ar mestu með minstri krafteyðslu nefnum vjer lag. Honum vinst vel, því hann er laginn þó hann sje ekki þrekmikill, svona heyrum við oft komist að orði um ýmsa menn, enn með þessu er þá líka í rauninni sagt, að vitið sje með i förinni. Ef vel á að vinnast verður því vit og hönd að leggja saman; Kraftur hand- arinnar útaf fyrir sig er ekki einhlýtur. Jeg hefi sjeð menn við slátt, sem höggva stórt og af kröftum, eins og þeir væru að berja fisk eða lýja járn, ljárinn kemur ekki við jörðina, fylgir ekki rótinni nema á rúmum helmingi ljáfars- lengdarinnar, að eins rúmur helmingur grass- ins skorinn sundur við rótina, hinn helming- urinn einhverstaðar milli rótar og brodds, í slíkum höggslætti er litið af viti, hann lýir ekki siður en annað sláttulag, hefir i hverju ljáfari talsvert af grasi af þeim, sem verkið á að þiggja, býr til ósköpin öll af strábútum, sem illa rakast og verða eftir í rótinni, og svo bætist hjer við, að ljárinn verður vafalaust skammbeittari, þvi jafnaðarlega bítur þó betur á stráið niður við rótina en ofar á leggnum. En svo eru til aðrir sláttumenn, sem ekki virð- ast taka nálægt því eins nærri sjer starfið, en verður þó miklu meira ágengt, þeir lauma ljánum nærri því eins og þeir væru að leika sjer. inni grasið þjett niður við rótina, og hreinskafa svo alt til vinstri handa ljáfarsins, hvert strá heldur sinni fullu lengd, og grasið stendur eins og veggur við hægri ljáfarsendann; l?að er unun að horfa á slika menn slá, manni getur dottið i hug að vitið sje komið alla leið fram

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.