Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1919, Síða 10

Freyr - 01.07.1919, Síða 10
72 FREYR. 5. gr. Nu reynist fóðurforði fjelagsins að fyrstu skoðunarferð lokinni oflítill skal þá formaður í samráði við keyásetningsmenn gera ráðstafanir til að nægur fóðurbætir verði til, þá er út á líður, í nærliggjandi kaupstöðum eða á öðrum þeim stað, er ætla má að fjelags- manni sje kleyít að nálgast hann. fÞessi fóðurbætir sje aðeins til vara. Að haustinu til má ekki vera til minni forði heima, en ætla má að vel dugi í méðalvetri. Að vor- inu til skal selja það sem óeytt er af hinum geymda fóðurbætir. Fjelagskostnað, fyrningu og hundraðsgjald greiði hver fjelagi í hlutfalli við pöntun sína og skýrslu ásetningsmanna um það, hve mikið vantar til þess að teljast vel byrgur á haust- nóttum. IV. Ejelagsstofnun þessu lík er þó ekki ein- hlýt. — í>ó reynslan um kraftfóðursgjöfina i vetur bendi í áttina er þekking okkar í ótelj- andi molum um gjafarlagið. Yið þurfum að fá ábyggilega vitneskju um, hvað mikið má spara með hverri síldoghverj- um lýsispotti og kornpundi með beit. Hvort ekki megi gefa eintóman fóðurbætir ef skepn- an hefir hálfan kvið. Og svo ótal marg fleira sem enn er ólært. Búast má við, að framvegis verði stofnað- ar verksmiðjur sem búa til skepnufóður. Nýj- ar tegundir koma árlega á markaðinn. Við þurfum að fá glögga fyrirsögn um notagildi hverrar tegundar fyrir sig. Þetta er sjálfkjörið verkefni fyrir Búnað- arfjelag Islands. En til þess þarf mikið fje. Er ekki ólík- legt að komi til okkar kasta bændanna með fjárframlög til þess að koma slíku máli sem þessu í framkvæmd, ef þingið þekkir ekki sinn vitjunar tíma. Tilraun með súrþara. Síðan jegífyrst las um súrþaragerð Daníels bónda Jónssonar á Eiði, hefir mjer verið ríkt í hug að gera tilraun með þessa merkilegu upp- göfvun hans. Eftir að jeg fluttist hingað að Bæ var mjer opin leið að gera tilraun í þessa átt, því hjer er talsverður þarareki. Yeturinn 1917—1918 ýtti líka undir tilraunina, þá voru hjer hagleysur fyrir allar skepnur mestan hluta vetrarins og allar fjörur byrgðar af ísum, svo hvergi var hægt að ná í þarablað. En þá hefði mörgum komið vel að eiga þaraforða að grípa til, til drýginda öðru fóðri. Síðast liðið vor bjó jeg til súrþaragrifju Valdi jeg gryfju stæðið, þar sem bestur var fjöru reki og þannig hagaði til að hægt væri að nota kerru til flutnings á þaranum upp úr fjörunni að gryfjunni. — Gróf jeg fyrir gryfj- unni framan í hólbarði, var greiður vegur fyrir kerru upp á barðið, og riðja mátti þaranum nálega af jafnsljettu ofan í gryfjuna. I þessu eins og öllu öðru þurfum vjer um fram alt nú á tímum að haga umbótum vorum á jörðunum þannig, að heimilisstörfin síðar meir verði sem auðveldust í smáu og stóru, svo sem allra minstan mannkraft þurfi til að inna þau af liendi. Gryfjan er 4,4 m. á lengd; 3,2 m. á breidd og 2,5 m. á hæð, en rúmmálið um 36 m.3. Gryfjan eða tóttin er hlaðin úr streng og klumbu hnaus. Hólmegin, þar sem gryfjuveggurinn er gildraður upp, er hleðslan eínhlaðin, en hleðsl- an sjálf höfð */2 m. á þykt, og hnaus spaðarnir hafðir heldur langir svo hleðslan verði stöðug og vel bundin. Hleðslan er nokkuð dregin að innan eða látin flá. — Hornin eru höfð sveig* minduð. Jarðvegurinn sem grafið var í, var sandur og möl. Botn tóttarinnar var tyrfður með einföídu torflagi. Síðastl. sumar og haust var sára lítill

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.