Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1919, Page 11

Freyr - 01.07.1919, Page 11
þarareki, og það litla sem rab var að allmiklu leiti kirkingslegt og sundurkurla smælki. Lang- vinn ísalög með miklum frostum eyða mjögþara- gróðrinum. Menn segja að hafisinn skafi burtu þaragróðurinn af grinningunni þegar hann er á reki. Sennilega spillir ísinn þaragróðrinum nokkuð þannig. Að minni ætlan eyðist þarinn þó alt eins mikið á annan hátt, komstjeghest að raun um það siðastl. vetur. JÞarinn vex, sem kunnugt er, mest á grinningum niður frá láfjörumarki. Þegar ísþök eru komin og frost- hörkur haldast, hætist stöðugt nítt og nitt ís- lag eða klakalag neðan í ísinn einkum á grinn- ingum. Við það frís þaragróðurinn fastur neð- an í ísinn, þegar föllin lifta svo ísnum upp, slitnar þarinn með rótum upp úr hotninum, stundum fylgja smærri og stærri steinar með, sem þanggróðurinn hefir verið [fastur á. Sá jeg mikið af slíkum þanggrónum steinum reka með jaka hrönglínu upp í sand i vor, er ísinn var farin að leysa ogreka með landi fram. Lágu að síðustu hrannir af slikum steiuum sum staðar í fjörum hjer, þegar ísinn var að fullu leystur. — Enda voru allar grinningar nokkuð niður frá lágfjörumarki alveg berar og gróð- urJausar eftir veturinn. — Á nokkuð meira dýpi (8—10 m.) sá jeg sumstaðar samhangandi þara flesjur, eftir að ísinn var leystur ,en miklu var þarinn þar kirkingslegri en vanalega. — Þarasprettan fer mest fram síðarihluta vetrar þegar daginn tekur að lengja. — Þann tíma allan var fjörðurinn hjer alísa. Birtuleysið í sjónum, sem stafað hefir frá ísnum, hefir án efa kyft úr þaravextinum. Máske hefir líka sækuldi og minni selta í sjónum, er stafað hefir frá ísnum, einnig nokkurn skaða gert. Hversu lengi þaragróðurinn verður að ná sjer eftir þennan frostvetur, verður eigi enn sagt með vissu. Þegar línur þessar eru ritaðar, eru fjör- nrnar enn mjög gróðurlitlar, þó hefir þanggróð- ur aukist talsvert síðan i vor sem Jeið, en eng- inn þari að kalla sjest í flúðum eða steinum á 1—2 m. dýpi neðan við lágfjárumark. í norðangarði skömmu eftir rjettir, rak fyrst svo mikið af þara hjer að tiltök væri að safna í tóttina. Var þó ekki um auðugan garð að gresja í samanburði við það sem vant er hjer, og þarinn hvergi nærri góður. Eg ætlaði i fyrtsu að aðgreina þörungana taka aðeins þara þöngla, marinkjarna og söl, og skera frá þöng- ulhausa með viðföstum skeljum og smásteinum, en það reynist svo seinlegt verk, að jeg hætti alveg við það. Eg ljet bara ganga í fjöruna þar sem þarin var einna hreinastur og sand- laus og Jjet taka þörungana hvern með öðrum eins og þeir komu fyrir. Hreinastur var hann þar sem hann lá í dreifum í fjörunni, varhon- um þar mokað saman með heykvfslum í smá- hrúur og þess gætt um leið, að hann mengað- ist ekki af sandi, síðan var hrúgunum kastað með kvíslinum upp í kerruna. — Sandlausa og hreina þörungu mátti og víða fá í búnkum, þar sem sandlaus var fjara, en steinarog stór- gerð möl var undir. Þörungategundirnar voru þessar helstar: beltisþari, kerlingareyra, hrossa- þari, einnig lítið eitt af maríukjarna og sölfum, þar að auki talsvert af þursaskeggi og ýmsar þangtegundir (tucus.) Þar á meðal nokkuð af klóþangi (ál). Als voru flutt í gryfjuna 100 kerruhlöss, eigi var það alt fiutt í einu og liðu nokkrir dagar milli þess að flutt var, svo þarin seig á milli. Þegar fluttningnum var lokið, fylti þar- nn 6/s (1,56 m. af hæð tóttarinnar. — Siðan stóð hún nokkurn tíma auð, að rúmri viku liðinni var þarinn tyríður og borið á eitt lag af hnaus sem farg. — Þegar þarinn var full síginn var þaraJagið 65 cm. þykt. Að rúm- máli var þarinn siginn um 9 teningsmetrar. Haía þá farið 11 kerruhlöss í hvern rúmmetra. — Samkvæmt einni[tilraun er jeg gerði reynd- ist þyngd þarans í 1 m’. 850 kg.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.