Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.07.1919, Qupperneq 15

Freyr - 01.07.1919, Qupperneq 15
FEEYR. 77 Með lögum um nýbýli írá 6. nóv. 1897, og lögum um lausamenn, húsmenn og þurrabúð- armenn frá 22. nóv. 1907, befir átt að bæta ur ábýla vöntuninni. En reynslan virðist nú nægilega hafa sýnt, að nefnd lög hafa síður en svo náð þessum tilgangi. í hinum fyrnefndu lögum eru þau furðulegu ákvæði, að nýbýli megi stofna á eyðijörðum og öðrum óbyggðum löndum er engin getur sannaíi sína eign,1) í afrjett- um og almenningum er sveitir og sveitafjelög eiga, ef þau leifa það og sýslunefnd samþykkir. Nýbýlismaður átti undir náð, hvort hann fengi að byggja í afrjett eða á almenningum; og þá ákváðu þessi lög, að hann skyldi, ef sveita- stjórn vildi, borga árlegt gjald af býlinu þegar fyrstu árin. Kostnað allann við áreið o. fi. átti nýbýlis maður að greiða. Flest ákvæði þessara laga voru þanuig, að lítil eða engin hvöt var fyrir menn að ráðast í byggingar og ræktun á þessum stöðum, miklu fremur hið gagnstæða. Húsmanna og þurrabúðarmannalögin voru ekkert fremur en hin fyrnefndu til þess fallin, að styðja að fjölgun býla, eða aukinni ræktun landsins. ■— Enda hefir reynslan líka sýnt það, I nema ef til vill rjett i krÍDg um kaupstaði, en ' þar er viða miður vel fallið til ræktunar. En svo var nú heldur ekki um mikla rælct að tala, því lögin kváðu svo á, að enginn mætti leigja þurrabúð utan kaupstaða „nema henni fylgi lóð, er að minsta kosti nemi dagsláttustærð.11 Og svo enu fremur: „Sýslunefnd getur breitt svo til að látin sje aðeins 300 ferfaðma, en stœrri má hún ekki setja hana en 2 dagsláttur.111) Brot gegn lögunum varðaði 2—100 kr. sektum. Ábúðartiminn á þessum jörðum þurfti ekki að vera lengri en 8 ár, ef landsdrottni svo þóknaðist, eða með öðrum orðum: nýbýlis- maðurinn mátti búast við að fara þegar hánn var um það bil búinn að laga svo til hjá sjer, að bletturinn væri farinn að veita dálitinn arð. Eftir þeim búnaðarháttum, sem verið hafa og verða munu hjer á landi, þar sem um akur- yrkju er ekki að ræða heldur aðallega fjenað- arrækt, þá virðist það nokkurnveginn sjálfsagt, að nýbýlum þarf og á að fylgja bæði engjar og beitiiand, eins og öðrum jörðum í sveit, svo heitið geti að lífvænlegt sje á þeim. — En eftir þeim ákvæðum sem hin áðurnefndu lög höfðu, er sist að furða þó menn veigruðu sjer við að leggja í kostnað við bæjarbygg- ing og girðingar á svona jörðum, jafnvel þó ábúðartíminn hefði verið lengri og alt landið helmingi stærra. Allir þeir sem kunnugir eru ísveitumhjer á landi vita það, að landrými er svo mikið á mörgum jörðum, líklega í flestum sveitum á landinu, að gjörlegt er að skifta þeim í sund- ur, jafnvel gera þrjár jarðir úr einni á stöku stöðum, og hafa þó a. m. k. þegar frá líður allgóð bú á hverri fyrir sig. — Þetta er eigi unt að hrekja, því ýms dæmi sýna það; og þær jarðir sem þannig hefir verið skift, voru eigi stærri nje kostameiri áður þeim var skift, en ýmsar jarðir eru nú. — En skifting fram fór án nokkurrar laga þvingunar, þegar t. d. börn og foreldrar áttu í hlut, eða af öðr- Um ástæðum. Það sem helst hefir staðið í vegi fyrir, að jörðum væri skift er fyrst og fremst mótspyrna jarða eigendanna. — Þeir hafa ekki með góðu móti gefið kost á því, að láta af hendi neitt af landinu, nje leyfa bygging nýbýlis. — í öðru lagi hefir þá, sem vantaði jarðnæði, skort dugnað og áræði til að taka ónumin lönd og eyðijarðir til ræktunar og byggja á þeim. — Þetta sjest m. a. á því, að margar jarðir hjer og þar á landinu, sem áður voru byggðar yfir langt tímabil, eru nú í eyði, og það sumar hverj- ') Lsturbreitingin hjer

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.