Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1919, Side 16

Freyr - 01.07.1919, Side 16
78 FREYR. ar, sem álitnar voru engin óhræsisbýli. — Loks hefir hið opinbera gert oflítið til þess, að hvetja menn til að taka eyðijarðir til ábúðar, t. d með hagkvæmum lánum og verðlaunum. Það hefir oít verið rætt og ritað um, að svo eða svo stór svæði væru litið notuð, og ræktuðu blettirnir—túnin, — væru sem ekkert á móti því sem óræktað er. Þetta er hverju orði sannara. En það þarf að gjöra meira en rœða um málið. — Til þess að hrinda því á- fram þarf að framkvcema. Eyrst þarf að setja lög um, að allir jarð- eigendur er hafa svo stórt og rúmgott land og ekki nota það, að tiltækilegt sje að skifta i tvær jarðir að áliti matsmanna, sjeu skyldir að leyfa það. Og að hinu nýja leigubýli fylgi svo mikið land bæði lil beitar og slægna, að nýbýlismaður geti haft þann fjenað, er hann geti lifað af, að mestu leiti, þar sem landrými leyfir. í þeim lögum þarf og að vera tekið fram um ábúðartima, skyldu og rjettindi lands- drottins og leiguliða hvors gagnvart öðrum o. s. frv. Hreppstjóri, ásamt hinum skipuðu úttektar- mönnum í hverjum hreppi, skulu meta hvort eða hvaða jörðum skuli skift og hvernig. Skal sá er hugsar sjer að reysa nýbýli, snúa sjer til þessara manna, skulu þeir svo framkvæma skoðun á landinu og yfirreið, og kveða á um hvort gjörlegt muni að skifta því landi, er beiðandi hafði augastað á. Líki landeiganda ekki tillögur úttektarmanna um landskiftin, get- ur hann krafist yfirwats. JÞeir, sem byggt hafa upp á eyðijörðum eða óræktuðum löndum, skulu ganga fyrir öðr- um með hagkvæm lán t. d. úr ræktunarsjóði. Einnig ætti að veita þessum mönnum verðlaun, þá er þeir hafa byggt upp í nýbýlinu og farn- ir að rækta. Ætti til verðlaunanna að verja því fje að nokkru leyti, sem varið hefir verið að undanförnu af Ræktunarsjóði til verðlauna handa bændum. Verðlaunin ættu ekki að vera mjög lág, t. d. 150--300 kr eða alt að 400 kr. á ári, í eitt skifti til hvers. Ef verðlaunin væru mikið minni en þetta, munar lítið um þau, og gera þá um leið lítið til að hvetja. Búast má við, að allir verði ekki á eitt sáttir um sumar þessar tillögur, fremur en ýms önnur nýmæli fyrst i stað. — En það geta þó líklega flestir fallist á, svo ekki verði um deilt: 1. Að löggjafarvaldinu, og sömuleiðis Búnaðar- íjelagi Islands, sje^skylt að styðja að aukinni ræktun landsins, með heppilegum lögum, lánum og styrkveitingum. 2. Að á fleiri og færri jörðum i flestum sveit- um á landinu, sjeu svo stór og góð lönd, að vel tiltækilegt sje að skifta þeim í tvær jarðir að minsta kosti. 3. Að mótspyrna jarðeigenda hefir valdið þvi, að jörðum hefir eigi verið skift meira en orðið er. 4. Að alþjóðarheill verður i þessu efni eins og öðru, að vera í fyrirrúmi fyrir hag einstakl- ingsins. 5. Að hið opinbera þarf að hvetja og uppörfa unga menn til að byggja á eyðijörðum og ræktuðum löndum, með hagkvæmum lánum og — verðlaunum. 6. Að miklu meiri ástæða sje til þess, að veita verðlaun ungum og efnilegum frumbýlingum, sem ráðast í að taka til ræktunar og byggja á eyðijörðum, heldur en sterkefnuðum bænd- um fyrir það, að bæta ábýlis og eignarjarð- ir sinar. 7. Að þó þvingunarlög verði sett, eins og vikið er að áður má það eigi skoðast sem eignar- nám, heldur takmórkun á afnotarjetti, þvi landeiganda heldur sínum eignarjetti eftir skiítinguna. Þess er vænst að fleiri láti til sín heyra um þetta mál. Ritað í febr. 1919. Baldvin Eggertsson.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.