Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1920, Page 5

Freyr - 01.07.1920, Page 5
FREYR 67 ásetning. Það dagaSi uppi þá, en 1883 var þa® tekiS fyrir aftur. Þeir vildu gefa hrepp- stjórum fult vald til þess, aS láta skera af heyjum bænda, hverjum í sínum hreppi, þar til heyásetningurinn „væri gætilegur". Þetta frumvarp varS þó ekki aS lögum, en upp úr því voru horfellislögin samin, og samþykt. Þeir sem beittu sjer fyrir þessu máli i þessari mynd, bæSi á átjándu og nítjándu öldinni, hafa boriS miklu meira traust til hreppstjóranna og hreppsnefndanna, en á- stæSa var til. Jafnframt gengu þeir full- nærri persónufrelsi manna, og þetta tvent var þaS vafalaust, sem varS málinu aS fótakefli. 1792 kom Stefán amtmaSur Þórarinsson meS tillögur sínar um stoínun kornforSa- búra í hverri kirkjusókn á landinu, og ætl- aöi meS þvi aS tryggja mönnum og skepn- um varaforSa í hörSu árunum, og þegar skipaferSir teptust. En málinu var ekki gaumur gefinn aS því sinni, og úr fram- kvæmd varS ekkert. 1794 kom Stefán aftur meS aSra tillögu, en hún var sú, aS stofna heyforSabúr á hverri einustu jörS, á öllu landinu. Vildi hann láta hreppsnefndirnar hafa eftirlit meS því aS ásetningur væri góSur aS haust • inu, en auk þess vildi hann skylda alla bændur til þess, aS láta sjer í hey eSa galta 1 hest af tugi, fyrir hvert kúgildi af skepn- um, sem þeir hefSu á jörSum, og mættu þeir aldrei snerta þaS fyr en annaS hey væri þrotiS. MeS þessu vildi hann fá visi af heyforSabúri á hverri einustu jörS á öllu landinu. Lög voru aldrei samin um þetta efni, en eriginn vafi er á því, aS þessi skrif amtmannsins ýttu undir marga meS aS fyrna, og þaS svo aS óvist er, hvort aSrir hafa gert þaS betur. Margir bændur hafa bæSi fyr og síSar komiS undir sig fyrn- ingum, og meS þeim bjargaS bæSi sjer og öSrum í hörSu árunum. 1857 voru i Danmörku samþykt lög um hegning fyrir illa meSferS á skepnum. Á þingunum 1859 °.ú 1861 voru þessi lög rædd, og þrætt um þaS, hvort þau ættu aS öSlast gildi hjer á landi eSa ekki, og 1863 voru þau gerS aS lögum hjer á landi, þó meS þeirri breytingu, aS hordauSi varS- aSi því aö eins sektum, aS sá er skepnuna hefSi undir höndum, ætti næg hey. Hor- dauSi var ekki hegningarverSur ef hann stafaSi af heyleysi, og sýnir þaS bæSi tíS- arandann og þaS, hve tiSur hordauSinn hefir veriS, jafnvel hjá þeim, sem áttu nóg hey. Lög þessi gerSu víst lítiS gagn, urSu víst mest pappírslög. 1883 koma svo horfellislögin í þeirra staS. Þau skipuSu hreppstjórum og hrepps- nefndum aS hvetja menn meS skoSunum og samræSum til þess aS hafa næg fóSur og hús handa skepnum sínum og lögSu 20 kr. sekt viS ef skepnur fjellu úr hor. Sýslumenn áttu aS hafa eftirlit meS hrepps- nefndunum, og gæta þess, aS þær beittu sektarákvæSunum þegar ástæSa væri til. 1897 var svo þetta eftirlit tekiS af hreppsnefndunum, og lagt á sjerstaka forSagæslumenn, er til þess voru kjörnir aS hafa þaS á hendi. Þeir áttu aS fara tvær ferSir á vetri hverjum um hreppinn til eft- irlits, bókfæra gerSir sínar í þar til gerS- ar bækur og senda sýslunefnd, sem þá var faliS eftirlitiS. Þessar tvennar skoSan- ir urSu svo óvinsælar, aS strax á þingi 1899 varS aS breyta lögunum. SkoSunin var þá gerS ein, og látin fram fara um miSjan vetur. Sektin var þá líka hækkuS upp í 200 kr. fyrir hordauSa, skoSunar- mönnum ákveSiS 2 kr. dagkaup. Sýslu- nefndum faliS eftirlitiS meS frakvæmd lag- anna, og skoSunarmennirnir sektaSir um 50 kr., ef þeir vanræktu skyldur sínar.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.