Freyr - 01.07.1920, Síða 8
79
FREYR
liöfuöorsökin til þess, aö hiti hleyp-
ur i hey, sje sú, að o f m i k i 8 v a t n
sje í heyinu, þegar það er boriS saman.
Þetta hefir mönnum veriö ljóst um langan
aldur, og því keppst við aö fá hey sin sem
þurrust í garö. í skrauíþurru heyi hitnar
lítiö sem ekkert, en hitinn og skemdirnar
veröa því meiri sem heyiö er ver þurt,
þegar þaö ar boriö saman. Þó er þaö
ekki vatniö í heyinu, sem hitanum kemur
af stað, heldur verkanir af öörum rótum
runnar; en vatnið er skilyrði þess,
aö verkanir þessar geti byrjað og haldiö
áfram, svo hiti myndist í heyinu.
Frumorsakir heyhitans eru margbrotnar
og langt frá því, að það mál sje rannsak-
að til hlítar. Leiði jeg hjá mjer að mestu
þá hlið málsins. í heyverkunargrein sinni
hefir hr. Halldór Vilhjálmsson skýrt frá
því helsta, er rannsóknir hafa leitt í ljós
um þetta efni. Það er talið að ö n d u n
h e y s i n s, smáv’er u-g r ó ð u r (bak-
teríur og sveppir) í heyinu og að síðustu
kemiskar eí ri’a breytingar eigi
mestan þátt í myndun heyhitans og skemd-
um þeim, er af honum leiða.
Það er varla líklegt, að öndun heysins
hafi hjer mikið að segja. Að minsta kosti
hitnar fullum fetum í heyjum, þó telja megi
víst, að heyið sje að fullu dautt og hætt
allri öndunarstarfsemi. Þannig getur hitn-
aö í fornum heyjum, sem vatn kemst í.
Einnig hleypur hiti, sem án efa er af sömu
rótum runninn, í deigt hrossa- og sauða-
tað, sem borið er saman í hauga og gryfj-
ur, og getur hitinn orðið svo mikill, að t
því kvikni. Einnig hitnar í ull, dún o. fl.,
sem sett er deigt saman í hrúgur.
Smáverugróðurinn (gerlar og sveppir)
í heyinu og efnabt eytingar þær, er hann
kemur af stað, beint og óbeint, mun mestu
valda um heyhitann, eins og Halldór skóla-
stjóri bendir á. En smáverur þessar
þurfa vatns meö, til þess að geta.
þróast og starfað. Sumar þessar smáver-
ur þurfa loft eða súrefni, til þess að geta
þrifist (Aárobionter), t. d. heygerillinn
(Bacillus subtilis) o. fl.; aðrar þrífast á-
gætl. án súrefnis (Anaerobionter) og dafna
vel, eða hvaö best, þar sem loft kemst ekki
að, t. d. ýmsir myglusveppir, og margar
bakteríur og sveppir er gerð og hita valda.
Það er og kunnugt, að efnabrigði fara
fram í plöntum sem sviftar eru lofti og
súrefni, er svipar til eðlilegrar öndunar
(selvgæring eða intra-molekulær öndun).
Af efnum í plöntunum sjálfum myndast
þá kolsýra og vínandi og framleiðist jafn-
framt nokkur hiti. — Það er því hæpiðr
að hægt sje að koma í veg fyrir hita í
heyi meö öllu, við venjulega þurkhúsverk-
un, þó aðstreymi lofts og súrefnis sje tak-
markað.
Þar sem Halldór Vilhjálmsson talar um
varnir gegn hita í heyjum, telur hann það
mjög áríðandi að vama lofti að
komast að heyinu, til þess að komast hjá
efnabruna og tjóni því, er af honum hljót-
ist. Samkvæmt þessu mælir hann á móti
svonefndum s t r o m p u m og m j ó u m
geilum i stórum heystæðum, þær auki inn-
streymi loftsins í heyið og auki heyhitann.
Hann ræður til að greiða baggana sem
best í sundur, jafna heyið og t r o ð a
þ a ð, svo sem m i n s t 1 o f t verði í því.
Einnig hyggur hann, að f a r g muni
draga úr eða varna heyhitanum, því það
þjappi loftinu úr heyinu og hindri inn-
streymi þess í heyið.
Það eru einkum þau atriði, sem hjer
eru talin, sem jeg vil gera athugasemdir
við. í grein höfundarins eru ýmsar góðar
bendingar og athuganir, er mjer virðast
mæla móti þessum kenningum. Þannig get-