Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1920, Page 11

Freyr - 01.07.1920, Page 11
FREYR 73 er honum hafa valdiS, sjeu allar dauSar. Fer því líkt og þegar pottur með suðunni er tekinn af eldi og birgður í heysuðu- kassa eða hitageymi, heyiS soðnar og steikist og næringarefni þess fara forgörð- um, vegna langvarandi áhrifa hitans. Vi'ð venjulega þurheysverkun, viröist mjer ör loftleiösla gegnum heyið vera eina ráðið til aS leiSa hitann burtu og halda honum í skefjum. Kalda loftiS sem streymir inn í úthliSar heystabbans, hitnar á rás sinni gegnum stáliS, uns þaS leiSist upp úr stálinu þrungiS af vatns- gufu úr heyinu. ViS hitun loftsins og vatns- ins, er þannig ríkur burtu, 1 e i S i s t h i, t i b u r| ú ú'r hej||inu. Samkvæmt þessu virSist þaS þýSingarinikiS skilyrSi viS þurheysverkun, aS greiSa svo fyrir loftrásinni í heyinu, aS hún hafi viS aS leiSa hitann burtu, jafnóSum og hann myndast í heyinu, svo hann safnist ekki fyrir í því til skemda. Skilyrði til aS greiSa sem best fyrir loft- rásinni í heyinu og burtleiSslu hitans og rakans eru: 1) AS heyinu sje laust hlaSið, svo aS sem mestar smugur sjeu fyrir loftiS aS streyma gegnum heyiS. 2) AS stakkarnir sjeu ekki haföir mjög háir, svo heyið þjappist ekki um of saman, svo loftrásin hindrist, þá á heita loftið og gufan líka lengri leiS upp úr stálinu. 3) AS tyrfa hvorki eða byrgja heyiS, svo loftrásin hindrist. 4) AS hafa geilar nógu margar, og stabb- ana eigi mjög breiða eða stóra um sig, svo útfletir stálsins sjeu nógu stórir á móts viS heymagniö, til þess aS nóg loft geti leiðst inn í heyið, til aS veita burtu heyhitanum og rakanum úr hey- inu. Sje heyiS illa þurt, er best, aS hlaða því hvergi fast aS vegg, svo loftiS kom- ist fast aS öllum hliðum. 5) AS rakalaust og kalt loft hafi sem greiö- asta leiS ofan í geilarnar og eftir þeim aS hliðum stálsins. 6) AS hafa opin vindaugu, dyr og strompa á hlöSunum, svo hiS gufuþrúngna loft úr heyinu komist burtu, en rakalítiS og kalt útiloftiS geti liindrunarlaust streymt inn. Því miður hefi jeg ekki gert nákvæmar tilraunir, er sýni mismun heyhitans viS þessa aSferSina eða hina; en mikil nauS- syn er á aS slíkar tilraunir sjeu gerðar, svo skorið veröi úr því, m e S á r e i S a n- legri vi sisu, hverjum aöferSum beri aS tylgja, til þess aS koma í veg fyrir skaösemi heyhitans. Gætu slíkar tilraunir orSiS mikils virði fyrir búendur í landinu. Hjer ætla jeg aS tína saman nokkur dæmi, bæði frá mjer og öörum, sem mjer viröast vera til stuSnings skoðunum þeim, sem jeg hefi haldiS fram hjer aS ofan. 1. Aukinn þungi eöa farg á h e y i. ÞaS er alkunnugt, eins og Halldór skólastjóri bendir á, aS hiti eykst í hey- stökkum, þegar heyi er bætt ofan á þá, þó hitinn í þeim hafi veriö farinn aS réna áöur. Má bæSi kenna það farginu og eins því, aS heylagið sem ofan á bætist, tefur fyrir burtgufun úr heyinu. Samkvæmt minni reynslu hitnar og troÖiS hey meira en ótroðiS, og í fergSum heystabba hitn- aði meira en í ófergSum, hjá Halldóri Vil- hjálmssyni, eins og áöur er getiö. 2. T y r f i n g. Alla jafnan hafa menn hliðrað sjer hjá að bera torf á hey, meðan hiti hefur veriS í þeim aS ráSi, og hafa

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.