Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1920, Blaðsíða 17

Freyr - 01.07.1920, Blaðsíða 17
FREYR 79 ómannúðleg' og ekki samboðin þeirri þjóð, sem telur sig meS menningarþjóSunum, og talin er kristin, aS beita þeirri aðferS viS skepnurnar, þó skynlausar sjeu taldar, þeg- ar engin nauðsyn rekur til. Hjer skilja því leiSirnar, því læknirinn heldur því fram, aS ])eir menn, sem hafa liaft þá aSferð „aS gefa á gaddinn“, hafi eigi síSur fariS vel með skepnur sínar en bestu fjármenn nú á dögum, og ennfremur segir hann, aS þaö sje útigangurinn i hesta- sveitunum, sem geri hrossin „þolgóð á raunastundunum“. Á þessi atriði bæði lít jeg alt öSrum augum. Mín skoSun er, aS úr því laga- ákvæSi eiga alls ekki aö draga, aS öllum sem skepnur eiga eSa hafa á fóðri, sje gert aS skyldu aS hafa n æ g h ú s fyrir allan þann búpening, sem á vetur sje settur. Jeg tel þetta hreint ekki strangt ákvæSi, því þaS muni marg-borga sig, þó ekki sje litiS nema aS eins á fjárhagslegu hliSina, svo þessu ættu allir aS hlýSa. AS útigangurinn auki þol hrossanna, ])ykir mjer all-hæpin kenning, því venju- lega eru þau þollítil, þar til búiS er aS gefa þeim vel i—2 vetur, og þaS hygg jeg, aS mættu útigangshossin mæla á okk- ar máli, eSa ef þau væru skilin, þá mundu þau ekki ætíS lofa útiganginn. AS vísu líSur þeim jafnvel oft vel, og þess eiga þau aS fá aS njóta, en þaS á, ef þess er kostur, aS leysa þau frá kvalastifndub- um, og þá eru húsin og innifóSur, og stund- um getur veriS til stórbóta þar, sem lítil eru skjól, aS byggja skjólgarSa eSa borgir í haganum, svo hrossin gætu þar staöiS af sjer verstu óveðriri, á meSan nægur er hagi. Hjer er gert aS umtalsefni atriði sem hafa alvarlega þýSingu, bæði fjárhags- lega og mannúölega, svo full ástæða er til aS því verSi veitt eftirtekt af fjáreigendum, en sem allir munu ekki líta sömu augum á, býst jeg viS. — Þeir sem hallast aS þeirri skoSun, aS t. d. útistaSa fyrir hesta jafnist fyllilega viS bestu meSferö nú á dögum, þeir munu ófúsir kosta til aS eiga hús yfir alla hesta sína, eða sauðfje, og þykjast hafa góðan stuSning í orSum lækn- isins, aS það sje ekki mikil nauSsyn. En aftur á móti löggjafarnir, og þeir sem eins líta á máliS, munu halda þeirri skoöun fram, aS hús yfir allar skepnur sje sjálfsögS afleiSing af aS eiga þær, aS veita eigi öllum skepnum húsaskjól og innifóður þegar útihagar hrökkva ekki til. eða tíS er svo ill, að haginn notast ekki; og telja útigangshugsunarháttinn merin- ingarskort hjá íslensku þjóSinni. AS setja „á g-uS og gaddinn“ sæmi nú orSið engum. Á hverju þaö byggist, aS útigangurinn geri hrossin þolgóS, get jeg ekki gert mjer ljóst. ÚtigangsuppeldiS mun oft vera á þá leiS, að tryppin á haustin eru feit, meðan þau halda fitunni þola þau kuldann, á meS- an ekki keyrir úr hófi, en þegar hagar rýrna fyrri eða seinna aS vetrinum, minkar fitan smátt og smátt, uns hún er með öllu farin, standa þau þá berskjölduö fyrir vetr- arkuldunum, og þá er nú vöövunum hætt. Þegar hrossiri þannig afklæöast jafnt hold- unum sem hárinu á hverju vori á þroska- skeiöinu, þá veröur þoliS ekki í stæltum vöSvum. „ÞoliS og þrautseigjan á rauna- stundunum" verður þá aS finnast annar- staSar eri í vöðvunum. ÞaS skal tekiS fram, aS þaS þarf meira en aS nafninu til, aS hafa hús yfir búpen- inginn, og ekki er það síöur útibeitarfjen- aðurinn, sem krefst góðra húsa, en inni- gjafa, því viSbrigðin verSa þeim svo til- finnanleg og spilla fyrir útibeitinni. AS tíma ekki eöa þykjast ekki hafa efni á að hafa n æ g h ú s yfir t. d. hrossin, er hiri mesta fjarstæSa, ávinningurinn

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.