Freyr - 01.01.1924, Qupperneq 7
Jarövegur og jurtagróöur.
Eitt af því sem gerst hefir á sviði bú-
fræðanna á seinni árum hjá nágrannaþjóð-
unum og valda mun mestri breytingu á
sviði jarðræktarinnar, eru jarðvegsrann-
sóknir þær, er miða að því, að ákveða
hve jarðvegssúrinn er á háu eða lágu stigi.
Eins og kunnugt er, er það gömul stað-
reynd, og hefir verið notfærð víða um
lönd í margar aldir, að mikil áhrif hefir
það á jurtagróðurinn og alt líf í jarðveg-
inum, æðra sem lægra, hvort jarðvökvinn
er súr eða eigi.
Jarðræktarframfarirnar hafa víða bygst
mjög á því, að menn hafa getað náð í
kalk eða kalkríkan jarðveg til að bæta
ekrur sínar, og mýralönd hafa verið ræst
fram í stórum stil, og bundin frjóefni þeirra
verið »leyst úr læðingi* með framræslu
og kalki.
En þetta er mikið verk og kostnaðar-
samt og hefir tekið langan tíma að flytja
þannig kalk í jarðveg þann sem súrastur
hefir verið og þurftarfrekastur.
Þegar svo langt var komið, að menn
fóru að fiytja kalk á lendur er voru arð-
samari fyrir og minna súrar, kom það í ljós
sem áður var eigi kunnugt, að jörðin gat
fengið of mikið kalk.
Rannsóknir á þessu atriði, sem þótti i
byrjun furðulegt hafa leitt það í ljós að
hér hefir áður verið unnið hálfgert blind-
andi að jarðabótum, sem þó víða hafa
komið að góðu haldi.
Áður var sífelt talað um kalkþörf jarð-
vegsins, eftir þvi hvernig hann var. Mis-
munur var þó rannsakaður og sýnilegur
á jurtagróðri eftir því hvað súr jarðvegs-
ins leið, og algengum plöntum mátti þvi
skifta niður í flokka eftir því hvort þær
þrifust best á súrum eða »alkaliskum«
jarðvegi.
Fyrir fáum árum gaf efnafræðingur einn
við efnastofu Carlsbergs, Carl Olsen að
nafni, út bók er heitir: »Studier over Jord-
bundens Brintionkoncentration og dens
Betydning for Vegetationen, særlig for
Plantefordelingen i Naturen.« Rannsókn-
ir þessar er hann lýsir í bók þessari eru
svo sjálfstæðar og frumlegar að höfundur-
inn hlaut fyrir þær einróma lof — og
doktorsnafnbót.
Niðurstaðan er þessi. Mismunandi stig
jarðsúrsins er hægt að mæla. Og með því
að athuga þessa stigbreytingar og jurta-
gróðurinn um leið kemst hann að raun
um að hver einstök tegund plantna þrífst
best á einhverju vissu stigi súrsins, eða
öllu heldur »brintionkoncentrationar«.
Eftir því sem ástand jarðvegsins er fjar-
lægar þessu besta stigi fyrir hverja ein-
staka plöntutegund eftir því líður einstakl-
ingum tegundarinnar lakar sem kunna að
vera þarna. —
Og eins og Bumar tegundir þola ekki
súrinn eins eru það aðrar sem þola ekki
að missa súrinn.