Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1924, Síða 9

Freyr - 01.01.1924, Síða 9
í’RfitR 3 svo sþara menn sér kostnað og vonbrigði við að rækta jurtir sem eru heimtufrekari en jarðvegurinn leyíir. 0g þá erum við komin að því sem að- alatriðið er fyrir okkur, sem stutt erum komnir í jarðræktinni. Við þurfum sem fyrst að gera okkur ljóst á hvaða stígi jarðvegur okkar er, mýrarnar og móarnir. Þær mýrar sem súrastar eru, er best að hliðra sér hjá, því hætt er við að framræslan verói seinvirk- ari þar, en þar sem súrinn er minni. Og við ræktun og sáning túngrasa, mat- jurta og korntegunda verðum við að taka til greina sem mest, hve súr jarðvegurinn muni vera sem rækta á og hve súrþolnar þær eru þær aðfluttu plöntur, hverjar sem þær eru, er við kostum upp á að taka til ræktunar. Hver veit nema margar tilraunir okkar með ræktun erlendra plantna, hvort heldur það er matjurtir, grös eða tré, stafi m. a. af þvi að við höfum boðið þeim upp á of súran jarðveg, þó innlendu túngrösin gefl lítið fyrir kalk. Eftirtektavert er það, að af korntegund- um er það hafrinn og af trjátegundum birkið, sem gerír einna lægstar kröfurnar. En með einföldum rannsóknum, mælingu á jarðsúrnum, þarf ekki lengur að renna blint í sjóinn með það hvaða tegundir þola jarðveginn, eins og hann er — og má vænta þess að sú vitneskja geti leitt okkur framhjá mörgum villigötum í jarð- rækt næstu ára. Skeiðaáveitan. SíðastliSið haust baS Freyr Agúst bónda Helga* son í Birtingaholti, um umsögn um Skeiðaáveit- una og horfurnar með þaS fyrirtæki, Vegna þess aS reikningar áveitunnar voru eigi uppgerSir fyrri, hefir greinin ekki getaS komið fyr en í þessum árg. Er Freyr mjög þakklátur höf, fyrir grein þessa, sem skýrir glögt frá sögu málsins, og gerir grein fyrir orsökum til þess, aS málið er í það óefni komið, sem sögur fara af, og greinin lýsir. Menn greinir á um hvort þannig hafi staðið á mesta skakkafallinu — kostnaðinum við klöppina í skurðmynninu, að menn hafi ekki vitað af klöpp- inni að hún var til þegar lega skurðsins var ákveöin — ellegar menn hafi ekki gert sér grein fyrir hve erfitt er að vinna slíka hraunklöpp. Víst er um það, að þegar tekið var til að vinna klöppina, var eigi reynsla fyrir hendi um spreng- ingu á svo lausri og sprunginni hraunklöpp, sem sprengiefnl og venjul. aðferðir bíta illa á. — En útkoman er sú sama hvort heldur er. — Til þess að gera sér sem gleggsta grein fyrir árangri áveitunnar, þyrfti að setja upp ágóða- reikning, þannig að útreiknað yrði hve mikll grasauki er af áveitunni. Mætti fá það upp með því að bera saman við áveituua svæði nærlendis með sama graslagi, er ekki fá vatn. Hugleiöing* ar út frá reynslu manna ánnarsstaðar duga minna. Síðan þarf að sjást hve mikið fæst upp úr útheyshestinum á Skeiðunum. Hve stór verður hún upphæðin sú? Eftir því yrði helst farið þegar teknar verða ákvarðanir um framtíð þessa fyrirtsekis. Og bending yrði það góð til þeirra er hugsa til stærri áveita í framtíðinni og hagræðis af þeim. Hér fer á eftir hiu ítarlega grein Ágústs. I. Áveifusvæðið. Skeiðasveit liggur, sem kunnugt ,er, á tungunni milli stór-ánna Þjórsár og Hvít- ár, þar sem hún er mjóst fyrir ofan Merk- urhraun og Flóann. Landslag bendir til að einhvern tíma í fyrndinni hafi Þjórsá runnið yflr öll Skeiðin, áður en hún gróf 8ér þann farveg, sem hún rennur nú í. Eru þar víða langar, sljettar dælur, líkar uppgrónum árfarvegum og milli þeirra þurlendir, sendnir hryggir, í sömu stefnu

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.