Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1924, Blaðsíða 10

Freyr - 01.01.1924, Blaðsíða 10
4 FRE YR sem árnar renna. Eru dælur þessar vel fallnar til áveitu, en hryggirnir á milli þeirra til túnræktar. Á þeim hafa bæjirnir verið bygðir og túnin grædd. Undir allri sveitinni er hraun, sem stend- ur upp úr á stöku stöðum, en víðast er allþykkur jarðvegur ofan á því. í þurka- tið hverfur þar alt vatn í hraunið sem undir er, svo að hvergi er vatnsdropi nema í brunnum. I votviðrum er þar aft- ur á móti mikið vatn, því að landið er hallalítið og dælótt og til skamms tíma litið framræst; hefir vatn því oft verið mjög til baga um sláttinn, Þegar votviðri ganga á vorin, svo að vatn helst á eng- jum i gróandanum, eru þar slægjur góðar, en eftir þurkavor er þar oft ægilegur gras- brestur á engjum. Það er því að vonum að Skeiðamenn hafa veitt því eftirtekt, að mikils virði væri að geta haft vald á vatninu, geta veitt því á og af eftir vild. II. Unðirbúningur. Ekki er mér kunnugt að til orða bafi komist að veita vatni úr Þjórsá yfir Skeið- in, fyr en síra Stefán Stephensen, prestur á Ólafsvöllum, hóf máls á því um 1880. Árið 1888 getur Sveinn Sveinsson búfr. þess í skýrslu til Búnaðarfélags Suðuramts- ins, að hann hafi athugað hvort unt væri að ná vatni úr Þjórsá yfir Skeiðin. Telur hann það mögulegt, en muni vera all- kostnaðarsamt. Árið 1894 gerir Sæmundur Eyjólfsson allítarlega mælingu þar, að tilhlutun Bún- aðarfélags Suðuramtsins og eftir ósk sýslu- nefndar Árnessýslu. Telur hann að vatni megi ná úr Þjórsá, fyrir neðan Þrándar- holt, til áveitu á Skeið og Flóa. Gerir hann lauslega áætlun um kostnað og ætl- ar það arðvænlegt fyrirtæki. Því næst lætur Búnaðarfjelag Islands danskan verkfr. Karl Thalbitzer mæla og gera áætlun sumarið 1906 um áveitu úr Þjórsá á Skeið og Flóa. Kostnað við áveitu á Skeiðin áætlaði hann 200 þús. kr. Sundl- aði menn við að heyra þá fjárhæð nefnda, og var verkið þá talið sama sem óvinn- andi. Nokkrum árum síðar var Búnaðarfélagi íslands bent á að draga mundi mega að mun úr kostnaði, með því að leggja aðal- skurðinn á öðrum stað en Talbitzer ætlaði og haga skurðakerfinu á annan veg. Lét þá Bf. ísl. Sigurð verkfr. Thoroddsen mæla á ný, þá leið sem bent var á og gera áætlun um kostnað. Varð áætlun hans meira en helmingi lægri en K. Th. Við þessa nýju áætlun óx Skeiðamönn- um hugur og tóku að hugsa um fram- kvæmd. Til tryggingar var þá enn mælt og áætlað sumarið 1915, undir stjórn lands- verkfræðings Jóns Þorlákssonar, en verk- ið hafði á hendi Jón H. ísleifsson verkfr. Kostnaðaráætlun hans var 107 þús. kr. Eftir mælingu hans mátti veita á land 34 býla og ná vatni yfir 4000 ha. svæði. Á fundi bænda í Skeiðahreppi 15. febr. 1917, var ákveðið að ráðast í að koma áveitunni í framkvæmd ef nægilegt fé til þess fengist að láni með viðunandi kost- um. Var þá leitað til Landsbankans um lán og hét hann veðdeildarláni til 40 ára, gegn ábyrgð Skeiðasveitar, en sveitin tæki aftur veð í jörðunum á áveitusvæðinu. Var þá og leitað til alþingis um styrk til áveitunnar, og ákvað þingið að lands- sjóður skyldi bera x/4 af kostnaðinum; flóðgarðar ekki taldir með. Þá er þetta loforð var fengið fyrir starfs- fé, var stofnað áveitufélag og samþykt gerð, samkvæmt lögum um vatnsveiting- ar, kosin þriggja manna framkvæmdar-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.