Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1924, Page 15

Freyr - 01.01.1924, Page 15
FRE YR 9 óðum vinnur fylgi í ýmsum norðlægum löndum, (Kanada, Svíþjóð, Finnlandi o. v.): að nyrstu hlutar landanna, þar sem akur- yrkja getur ekki þrifist, séu að mörgu svo vel fallnir til grasræktar og búpen- ingsræktar, að þessi atvinna, réttilega rek- in, geti mjög vel þrifist þar, og jafnvel verið eins lífvænleg og kornræktin er, þegar sunnar dregur. Er þessi skoðun og rök þau sem hún byggist á, mjög merki- leg fyrir okkur íslendinga, og eins alt það er þessar þjóðir gera til efiingar bún- aði 1 norðurhéruðum landanna, Finnmerkur-fylki er nær eins stórt og helmingur íslands eða ca. 46542 km2. Af þessu eru (1918): Ræktað land (plægt land) 5,92 kma Oræktað tún (óplægð tún) 54,50 — Engjaslægjur 21,50 — Skógar 2747,00 — Tvent hið fyrst talda myndum við ís- lendingar kalla ræktað land, er þannig meira en helmingi meira ræktað land á Finnmörk en á öllu Islandi (áveituengin ekki talin), en engjalönd eru þar lítil. I ytri sveitum Finnmerkur eru fjöldi smáþorpa, og stunda menn þar aðallega sjóinn. Inni í fjarðasveitunum eru mikil flæmi af góðu ræktunarlandi, og þar þrýfst búnaður best. Innsti og syðsti hluti merk- urinnar er geysimikil háslétta, að meðal- tali 500—600 m. yfir sjó, en einstakir tind- ar ná 1100 metra hæð. A hásléttunni eru mörg stöðuvötn og ár, sem sameinast í tvær stórár, Alten-ána og Tana-ána, renna þær um breiða og grunna dali samnefnda ánum. Fylkinu er skift í 20 héruð, stærst eru: Kautokeino, ca. 8700 km2, Karasjok, ca. 5260 km2, og Kistrand, ca. 5000 km2. Fólksfjöldinn var 1920, 44190 manns, (strjálbýli svipað og á íslandi). Af bæjun- um eru Hammerfest og Vardö stærstir, með rúmlega 3 þús. íbúa hver. Finnmörk byggja 3 þjóðflokkar, Norðmenn, Lappar og Kvenir, og tala sitt málið hver. 1910 voru Norðmenn 59,8%, Lappar 26,4% og Kvenir 13,8% af íbúatölunni. Aðalatvinnuvegirnir eru búpeningsrækt, fiskveiðar og hreindýrarækt. Búpenings- ræktin eða landbúnaðurinn í heild sinni, er tiltölulega nýr atvinnuvegur á Finn- mörk, er talið að það séu 150, eða í mesta lagi ca. 200 ár síðan fyrst var byrjað að fást við búskap þar norður frá. Ræktaða landið var 1918 5900 mál (1 mál = 1000 fermetrar). — En talið er að það hafi tvö- faldast síðan. Af þessu voru þá: Sáðsléttur 4626 mál Grænfóðurakrar 444 — Jarðeplaakrar 774 — Gulrófu- og fóðurrófu-akrar 6 — og garðar með öðrurn garðjurtum 14 — Korn mun sjaldan ræktað, þó mun bygg ná fullum þroska í flestum árum, i hinum veðursælli sveitum. Tala búnaðarverkfæra um 1918: 71 sláttuvél, 8 hesthrífur, og 22 fjórhjólaðir vagnar. Tala búpenings var 1918: 956 hestar, 8145 nautgripir, 15179 kindur, 3044 geitur, 34 svín, 44 kanínur, 1252 alifuglar og 86224 hreindýr. Skógarnir eru aðallega fura og björk, en greni vex aðeins á stöku stað. Furan vex í dölunum meðfram stóránum, björk- in í hlíðunum og út við strendurnar. Meg- inið af skóginum og ræktunarlandinu er ríkiseign, hjálpar það mjög til, að hægt verði að beina nýbýla og ræktunármálinu á heppilega leið. Stefnan mun verða sú, að láta landnema fá land til óðals og eign- ar, og reyndin er þegar orðin sú, að ekki dugi að byrja búskapinn nema landrými sé nokkurt. Það hepnast illa að stofna nýbýli í þessum sveitum á fárra ha. smá- blettum. Leiguliða- og erfðafestubúskapur

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.