Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1924, Side 16

Freyr - 01.01.1924, Side 16
10 F R B Y R þrýfst heldur ekki, enda kunna Norðmenn því yflrleitt illa, að hafa ekki full eignar- ráð á jörðum sínum. Aðalskógana verður og vill ríkið samt eiga, þó stofnuð verði býli í þeim. Með því verndast þeir best frá eyðileggingu, og ríkið getur þá styrkt landnema á mjög heppilegan hátt með að veita þeim atvinnu við skógarvinnu á veturna. Fiskveiðar eru miklar við Finnmörk, veiddist árlega fyrir 6—23 miij. króna á árunum 1917—22. Er mikill áramunur og arðurinn misjafn. Fyrir stríðið voru mikil viðskifti við Norður-Rússland, og var sjó- mönnum og fylkinu í heild sinni mikill arður að þeim viðskiftum. Leiddi ýms vandræði af því er þau viðskifti þrutu. Vill oft verða þröngt í búi hjá mönnum við sjávarsíðuna, er útvegurinn bregst á einn eður annan hátt. Hefir þetta vakið mjög áhuga á því að efla landbúnaðinn þar norður frá. Hreindýrarækt hefir lengi verið mikil á Finnmörk, helmingur allra norskra Lappa búa þar, og 4/5 a^ra »fjalla-Finna« — en fjalla-Finnar nefnast þeir Lappar, er ein- göngu stunda hreindýrarækt. Fjalla-Finn- ar í Finnmörk eiga rúmlega 2/3 hluta af tömdum hreinum í Noregi. Kautokeino og Karasjok eru aðal-hrein- dýrasveitirnar, eru í þeim sveitum ca. 80000 hreindýr. Þessar sveitir eru báðar á hásléttunum, og er litið um landbúnað á þeim slóðum, en þó nokkuð í Karasjok. Námur eru allmiklar víða á Finnmörk, kveður mest að járnnámunum í Varangri, vinna þar 11—1400 manns. Veðráttan er öllu betri en ætla mætti eftir legu Finnmerkur, enda benda skóg- arnir á það, að ekki só mikill heimskauta- blær yfir landinu, Meðalhiti 1841 — 1890 var í júlí -f 8,6—12,5° C, og í janúar -4- 3,1—15,8° C. Sumarhitinn verður stund- um -j- 30° og vetrarkuldinn 40—50° (í fjallasveitunum). Inn til landsins er stað- viðrasamt og úrkomur litlar — 300—440 m.m., út við ströndina er stormasamt og úrkomur meiri, en þó eigi miklar, ca. 600 m.m. á ári. Það sem mest háir framförum á Finn- mörk, er vegaleysi og örðugar samgöng- ur, en eftir þ?í, sem bætt verður úr því, mun búnaðarmenningin breiðast út og festa rætur. 1918 var stofnaður búnaðarskóli í Tana í Finnmörk. Verður skólans og jarðrækt- artilraunanna þar norður frá, ef til vill, getið nánar BÍðar. A. G. E. Húshitun með hveravatni. Á nokkrum stöðum á landi hér hefir hveravatn verið leitt í hús og notað til hitunar. Mun hitaleiðslan í verksmiðjuna Álafoss kunnust. Fram að þessu hefir þó orðið ráða vant að nota hveravatnið til hitunar þar sem hverir liggja 1 æ g r a en húsin er hita skal. Nú hefir Sveinbjörn Jónsson bygginga- fræðingur á Akureyri leyst þá þraut á afar auðveldan og snjallan hátt: Kalt vatn er leitt frá stað er liggur h æ r r a en húsið, og í hverinn, eða þró sem bygð er við hverinn. Þar er vatns- leiðslan síbeygð í hringa, eins marga og þarf til þess að kalda vatnið í leiðslunni nái sama hita og heita vatnið er leikur um leiðsluna í hvernum. Svo er vatns- leiðslan lögð áfram heim í húsið, og vatn- ið notað til hitunar eins og það væri hveravatn. Sveinbjörn hefir á þennan hátt hitað

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.