Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1924, Side 20

Freyr - 01.01.1924, Side 20
Í'RÉYR 14 djúpt Inn i kartöfluna, er miklu sjaldgœfari og orsakast af slímsveppi. Sameiginlegt er það með þessum tvelmur sjúk- dómum að þeir verða sérstaklega magnaðir í görð- um, þar sem kartöflur eru ræktaðar ár eftir ár og þar sem garðarnir eru illa framræstir, því þar eru lífsskilyrði sóttkveikjunnar góð. Er því mesta nauðsyn að framræsa þar sem framræsl- unnl er ábótavant. Kláðinn flyst ekki með út- sæðiskartöflum, það sóst á því að þegar kláðug- ar kartöflur eru settar í heilbrigða jörð má fá heilbrigða uppskeru. Til eru tvö ensk kartöfluafbrigði »Rector« og »Tinwald Perfection«, sem eru ómóttækileg fyrir sjúkdóminn. Arfaskafan. Ekki mun siður þörf á að fá sór hana í ár en í fyrra. Garðeigendur þurfa að læra að nota hana við hirðingu garðanna, því hún flýtir svo mikið fyrir verki ef hún er notuð rótt, að þeir sem við garðyrkju fást hafa ekki ráð á að vera án hennar lengur. — Og þið sem fáið ykkur hana ættuð að lesa um notkun hennar í 1. tölublaði Freys í fyrra. — Garðarnir verða aldrei of vel hirtir. Gnlrófnaafbrigði þau sem ræktuð voru í Gróðrastöðinni sumarið 1923 reyndust sem hór seglr: Nr. Möfn afbrigðanna Þvngd á flra (100 □ m.) kg. Trénuní0/ 1. Islenskar gulrófur 430 0 2. Þrándheims gulrófur 347 6 3. Svensk gulrófa 341 20 4. Krasneje Selskoje 325 0 5. Bangliolm (danskt fræ) 286 100 6. Sheepkerds Golden Glohe 277 60 7. Edina 275 90 8. Gul Æble 270 0 9. Champion 261 100 10. Smalz gulrófa 242 21 11. Bangholm (skotskt fræ) 215 100 12. Smiths Aberdeenshire 181 100 Sáð var 20. maí en tekið upp 3. okt. Sáð var á beð 120 cm. breið, 5 röðum á hvert, en milli plantna í röðunum voru 25 cm. Götur milli beða voru 50 cm. breiðar. Eftirtektarvert er hve íslenska gulrófan reyndist ágætlega og ætti það að hvetja mjög til auklnnar fræræktar af hennl. Hún er ennfremur fegurst að útliti — er aldrei greinótt — og flest- um þykir hún bragðbest. Nr. 4, rússneska gul- rófan hefir sömu kosti, en er ekki eins litfögur; og eg ræð mönnum hiklaust tii þess að rækta hana þegar ekki er hægt að fá fræ af íslensku guirófunni. Fjögra ára reynsla hefir nú sýnt að hún hefir aldrei trénað, og hvað bragðið snertir þykir flestum sem reynt hafa, hún standa jafn- fætis þeim íslensku. Nr. 5 og 11 Bangholm, hef- ir oft áður reynst mætavel en í ár var engin rófa af þeim ótrónuð. Matjurtagarðarnir og þurkarnir. Þó loftslagið só rakasamt hér á landi, þá kemur þó fyrir að þurkarnir valda tjóni. En úr þvi má oft bæta á hægan hátt. Þegar moldin þornar myndast skorpa ofaná og í hana koma ótal sprungur. Upp um þær gufar vatnið mjög ört þegar heitt er í veðri, og verði skortur á vatni tefur það mjög fyrir vexti. Með því að nota arfasköfu og skafa arfann í sólskini þá losnar og þornar yfirborð moldarinnar, upp- gufun vatns þess sem í jarðveginum er hindrast við það og kemur þá jurtunum að fullum notum. Flóaáveitan síðastl. sumar. Svo er giskað á að vinnan við skurðagröft áveitunnar sé um það bil hálfnuð, og hefir hún kostað það sem komið er um miljón króna. Skurðgrafan sem var á Skeiðunum, vann að aðalskurðinum, sem kominn er hálfa Ieið upp að upptökum (1560 m.) Eru grafnir 45200 ten.m. af þelm skurði og hefir ten.m, kostað 85 aura, þegar reksturskostnaður vólarinnar einn er reikn- aður, Handgrafnir áveitu- og þurkskurðlr voru gerð- ir 73,9 km. og var jatðrask þeirra 148 þús. ten.m. Kostaði ten.m. af þeim 1 kr. Dagsverkin sem f það fóru voru 16405 (10 stundir) og fór 9,05 ten.rn. í dagsverk. Dagkaupið varð að meðaltali kr. 8.83. Mismunurinu á dagkaupinu og ten.m. fjöldanum á dag, fór til formannanna sem tóku að sér og höfðu ábyrgð á ákvæðisvinnunnl. Því

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.