Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1924, Síða 22

Freyr - 01.01.1924, Síða 22
16 FREYR Útsöluverð í Rvík á landbúnaðarafurðum. 8. april 1923. Kr. Pinklasmjör eldra .... . . . kg. 4,50 — nýtt .... . . . — 5,00 Rjómabússmjör danskt . . . ... — 7,50 Skyr 1,00 Mjólk ópasteur-hituð . . . . . . lít. 0,55 Dósamjólk 1,10 Kálfakjöt • • • kg. 1,80 Egg innlend 0,35 do. útlend . . . — 0,30 Mysuostur . . . kg. 2,20 Kæfa 2,60 íshúskjöt 1,80 Tólg 2,50 Molar. Mysa í brauð. Tilraunir hafa sýnt, að þar sem völ er á ódýrri mysu, borgar sig að nota hana í brauð stað vatns. Úr 100 kg. mjöls feng- ust 137 brauð þegar notað var vatn. — Við að nota mysu fengust 143 brauö úr mjölinu, eða 11,55 kg. meira en þegar vatn var notaö. Úr 100 kg. af mysu fengust því 11,55 kg. af brauði. Þingeyska féð! í sambandi við umsögn þá frá sunnlenskum bændum um kynbætur með þing- eysku fé, skal þess getiö, að Búnaðarfélag Islands styrkir Helga Haraldsson á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppl, til þess að reyna að halda þar við hreinræktuðu þingeysku fé. Er það gert samkvæmt tiliögum Theodórs Arn- bjarnarsonar ráðunauts. Hefir Helgi dvaiið um vetrartíma í Þingeyjar- sýslu og kynt sór rækilega fjárræktina þar og meðferð alla. Hafði hann með sór nokkrar gimbr- ar og hrút, sem voru alt vaidar kindur. En að félagið styrkir að hreinrækta fóð þarna er vegna þess, að ráðunauturinn lítur svo á, að tryggasta leiöin til þess að Sunnlendingar hafi varanlegt gagn af þingeyska fónu só, að það só ekki notað til kynblöndunar, því til þess sóu þlngeyskir staðhættir og fóð of ólíkt sunnanlands og í Þlngeyjarsýslunni. Aftur á móti sé það víst, samkvæmt vísinda legri og búskaparreynslu hér og annarsstaðar, að einblendingsrækt til kjötframleiðslu er hinn mesti búhnykkur. Heigi bóndi á Hrafnkelsstöðum hefir t. d. feng- ið 5—6 pundum hærri kjöt og möi vigt af hálf- blóðs dilkum, en af heimaalda fónu. Er þetta ekki smáræöismunur, og auösætt að það er ekki áhorfs mál fyrir sunnlenska bændur að fá sér þingeyska hrúta, eða af kyni þaöan ef þeir fást með viðunanlegum kjörum. Og því er ræktun af þlngeyaku hreinræktuðu fé mjög æskileg hér sunnanlands. Reynsla manna verður að skera endanlega úr því hvort betra er að haida sér við einbiendingsræktina eingöngu eða reyna með kynblöndun og kynbótum að færa sunnlenskt fó í sama horf og það þingeyska er. En það hlýtur að verða vandasamara og vafa- samara. Hitt er víst að sé um mikinn mismun að ræða, verður einblendingsræktin ágóðavænleg og affara- sæl í framtíðinni. Góð geit. Geit af Þelamerkurkyni, eign »Bænda- kennaraskólans« á Sem í Noregi mjólkaði 1209,6 lítra árið 1920. Geitin var þá 10 vetra. Arsfóður hennar nam 600 fóðureiningum. A fjórum árurc 1918—21 mjóikaöl hún 4142,6 lítra, eða 1035,6 lítra að meðaltali á ári. íslenskt sauðfé í Svíþjóð. Fáar sagnir munu um það, að búfé hafi verið flutt af íslandi og notað til kynbóta í öðrum löndum. í bók er dr. P. Hellström hefir ritað um bún- að í Norður-SvíþjóS, er getiö um að íslenskt sauð- fó hafi verið flutt til Svíþjóðar og breiðst þar út. Hellström segir meðal annars: Eftir aldamótin 1800 var stofnað sauðfjár- ræktarbú á Stugun á Jamtalandi, var keypt til þess frá Noregi grófuliað fó: »svo kallað íslands- fé«. Nokkru síðar var stofnað sauðfjárræktarbú í Lits sókn á Jamtalandi, var fjárstofninn keypt- ur og fluttur beina ieið frá íslandi. Frá Jamta- landi breiddist íslandsfóð út, einnig tii nokkurra sókna í Gáfieborgs iéni, t. d. var stofnað sauð- fjárræktarbú með íslensku fé, á Katrineberg í Fárila sókn 1816. 1817 voru 462 kindur á sauöfjárræktarbúlnu á Stugun. Eftir þessu ætti íslenskt fé, á timabili, að hafa haft nokkur áhrif á fjárrækt á Jamtalandi og ef til vill víðar í Svíþjóð.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.