Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1926, Blaðsíða 9

Freyr - 01.09.1926, Blaðsíða 9
F R E Y R 77 andi kynslóðar. Fagurt verkefni, að byggja og klæða landið. Vér óskum og vonum að þetta megi heppnast, og að hin unga kynslóð reisi sér þar veglegan minnisvarða, sem braut- ryðjendur nýrra framfara. Sigurður Sigurðsson. Landnáiii. Prátt fyrir eríiðleika, sem kreppa að á marga vegu, framtaki manna með nýrækt og stofnun nýbýla í landinu, sést þó þeg- ar ofurlítil byrjun. Mest hreyfing í þessa átt er að koma í ljós þaðan, sem skilyrði til ræktunar eru lakari en viða annar- staðar — eða í Fingeyjarsýslu. Skal hér lauslega getið frumbýlinganna og býla þeirra. Höfði í Mývatnssveit, bygt 1912. Búendur Rárður Sigurðsson og kona hans Sigur- björg Sigfúsdóttir, bæði ættuð úr Reykja- dal í sömu sýslu. Rýlið er reist í landi jarðarinnar Kálfaströnd. Rárður keypti land býlisins, en ekki er mér kunnngt um verð þess eða stærð. En landið er lítið og engjalaust, og í tún hefir hann enn ekki breytt, nema tveimur dagsláttum. Fénaður á býlinu eru kindur og geitur og eitt hross. Vatnið liggur að túnvarpanum og er þar veiði, sem eru mikil hlunnindi. Utan heimilis stundar Bárður smiðar og heima fyrir ljósmyndagerð ásamt öðrum störfum. Þau hjónin eiga 5 börn í ómegð og auk þess er Guðrún móðir konunnar hjá þeim, svo að í heimili eru 8 manns og bjargast á eigin spýtur. Vagnbrekka i Geirastaðalandi í sömu sveit. Búendur Hjálmar Stefánsson, Mý- vetningur og Kristín Jónsdóttir frá Krauna- stöðum í Reykjadal. Nýbýlið reist 1922. Ábúendur leigja land býlisins og er það engjalaust, en sérlega gott til beitar. Tún enn mjög lítið og engjar leigðar sér á parti. Veiði er stunduð í vatninu, fénaður: Geitur og sauðfé. Börnin eru tvö og í heimili 4—5 manns og kemst vel af. Pað sem þessi býli einkum vantar eru engjablettir, því að þá mundi túnræktin verða langt um auðveldari. Ungmennafélag Mývatnssveitar mun eitt- hvað hafa hjálpað frumbyggjum þessara býla, með gjafavinnu. Hléskógar í Stóruvallalandi í Bárðardal. Þetta býli er að mestu leyti bygt í ár. Nýbyggjendur Hermann Pálsson frá Stóru- völlum og Hulda Jónsdóttir frá Mýri í sömu sveit. Þar eru þau nú að byggja ibúðarhús úr steinsteypu og húsa jörðina að öðru leyti. Landið er talsvert stórt, er túnstæði á sléltum grundum auk engja og góðra haga. Mér er ókunnugt um með hvaða kjörum þau halda landið, einnig um fénað og fólkshald. En með ræktun góðs túns verður þetta bezta jörð. Brún úr Hallbjarnarstaðalandi í Reykja- dal. Nýbyggjendur Björn Sigtryggsson frá Hallbjarnarstöðum og Elín Tómasdóttir frá Stafni í sömu sveit. Árið 1914 keyptu þau r/3 af heimajörðinni og reistu bú. Samtímis bygði Björn fjárhús á gömlum beitarhúsatóttum í landi jarðarinnar. Girti af blett til túnræktar, er nam því að vera stærð fyrir 3ja kúa völl og hefir stækkað hann mikið síðan. Hafði hann fé sitt þarna á vetrum og tók strax að rækta út túnið. Árið 1919 húsuðu þau býlið að öllu leyti og fluttu þangað. Mótak er gott mór notaður til eldsneytís en sauðataðið haft til áburðar. Býlið er nú orðið sem meðal jörð í Þingeyjarsýslu, og fjöldi bú- penings meiri en í meðallagi og búskapur góður. Hjónin eiga 5 börn og eru í heim-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.