Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1926, Síða 24

Freyr - 01.09.1926, Síða 24
Við höfum einkasölu á Noregssaltpétri og umboðssölu frá Det danske Gödningskompani á Chilisaltpétri, Superfosfati og hinum nýja þýzka Kalksaltpétri (15 V2 °/o), Kali og mörgum fleiri áburðartegundum. — Vanalegast höfum við allar helztu tegundirnar fyrirliggjandi á þeim tíma sem mest er þörfin fyrir þaer, bæði hér í Reykjavík og á útbúum okkar á Isafirði, Akureyri og Seyðisfirði. — Menn eru beðnir að gjöra svo vel og senda pantanir sínar nógu snemma. Við útvegum líka Sáðhafra og Grasfræ og viljum við benda mönnum á að senda pantanir nógu snemma. Fóðurbæti, margar tegundir, höfum við oftast fywrliggjandi og út- vegum hann beint ef þess er óskað. Maísmjöl það, sem við höfum ftutt til landsins síðustu árin, hefir reynst ágætlega; ættu því allir þeir, sem fóðurbæti nota, að gera tilraun með þetta mjöl. „Gauchada" gaddavírinn í 25 kílóa rúllum með rúmuin 500 metrum. Venjulegan gaddavír líka í 25 kílóa rúllum, en með að eins 250 m. Sléttan vír „Gorgon" í 50 kílóa rúllum með 1200 og 1600 metr- um, höfum við oftast fyrirliggjandi. Girðingarstaurana úr járni, sem eru einu staurarnir sem allir vilja nota, því þeir eru margfalt sterkari og haldbetri en aðrir staurar, og af því að þeir eru svona sterkir eru þeir líka notaðir sem hornstaurar og þarf því ekki neina tréstaura. Vinnusparnaður mikill. Þetta alt höfum við oftast nær fyrirliggjandi. Höfum umboð á hinum heimskunnu Skilvindum „Domo“ í mörgum stærðum, afar ódýrum, og á Strokkunum „Domo“ í 4 stærðum, líka afar ódýrum.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.