Freyr - 01.01.1927, Síða 12
2
F R E Y R
arlega, og reynsla síðari ára hefir staðfest
að þetta er á rökum hygt.
Hvað söndunum viðvíkur, þá er sand-
græðslan búin að sýna, að græða má upp
lausar sanddyngjur. Með því að sá þar mel-
fræi getur jurt þessi náð svo föstum tökum,
að heyfengur af einni dagsláttu verði — ár
eftir ár — um 10 hestar. Þannig má breyta
gróðursnauðum og berum sandi í fagurt
graslendi, ef rétt er að farið. Hér er fagurt
og þarft verkefni fyrir höndum, því sand-
auðnir lands vors eru miklar. Enginn veit
stærð þeirra.
Þá eru melarnir. Á Vífilsstöðum, Korp-
úlfsstöðum, suður á Reykjanesskaga og víð-
ar er búið að sýna, að breyta má grýttum
melum og brunnum börðum í grösug tún.
Hve mikill hluti af landi voru er blásnir
melar og brunnin börð vitum vér eigi. En
hinum stórvirkasta ræktunarfrömuði þessa
lands — Thor Jensen -— varð að orði, þá
hann leit yfir byrjunartilraunirnar í þessa
átt á Vífilsstöðum: „En sá munur sem
verður á landinu, þegar alt er orðið skrúð-
grænt og grösugt, eða líta yfir það nú“.
Að þessu markmiði hefir hann unnið öt-
ullega síðan.
Af mýrum er sagt að land vort hafi um
1 milj. ha. Túnin eru tæpar 25 þús. ha.
í mýrunum er hið stærsta forðabúr ís-
lenskra frjóefna. Frá alda öðli hafa þar
safnast saman jurtaleifar. í þeim eru fólgin
hin verðmætustu jurtanærandi efni, aðal-
lega köfnunarefni, sem keypt eru dýrum
dómum í ýmsum köfnunarefnisáburði. í
efsta jarðlaginu í mýrunum er sagt að sé
nægur forði af köfnunarefni til 200—300
ára, þótt þroskamikill jurtagróður taki
næringu úr jarðveginum í öll þessi ár.
En við þetta er það að athuga, að á með-
an mýrarnar eru votar breytast sambönd
jurtaleifanna ekkert. Köfnunarefnið er þá
í svo torleystum samböndum, að engar jurt-
ir geta notað sér það. Fyrst þegar búið er
að ræsa inýrarnar, vinna jarðveginn, og
hann er farinn að myldast, þá breytast
hin torleystu efnasambönd í önnur auð-
leyst, sem geta orðið jurtunum að notum.
Framræsla og jarðvinsla er því lykill að
köfnunarefnisforða jarðvegsins og auðæf-
uin hans.
Jurtaleifarnar í mýrunum eru víðast hvar
blandaðar steinefnum — leir og sandi, —
sem vatn, vindur eða öskufall (frá eldfjöll-
um) hefir fært út yfir þær. Öskufall og upp-
blástur hefir því eigi eingöngu valdið eyði-
leggingu. Mýrarnar eru mjög erfiðar til
ræktunar ef engin steinefni eru í þeim. Er-
lendis þurfa menn oft, með miklum kostn-
aði, að flytja sand og leir í mýrarnar.
Flestar mýrar vorar eru þvi einkar vel
fallnar lil ræktunar. Ljós sönnun fyrir þvi
er mýrarækt sú, sem hafin er á Vífilsstöð-
um, Korpúlfsstöðum og viðar í nágrenni
Reykjavikur. Á stuttum tima — 1 til 2 ár-
um— hefir þar heppnast að breyta votum
forarmýrum í grösug tún.
Að síðustu skulum vér nefna móana og
holtin, grundir og annað harðvelli.
Enginn veit hve stór svæði vér eigum af
þessu landi ,en álitlegur túnauki yrði það,
ef alt yrði ræktað. Þessi svæði eru víðast
hvar auðunnust og best fallin til túnyrkju.
Á þeim hefir túnrækt vor verið hafin, og
túnauki síðustu ára er einnig víðast hvar á
þesskonar landi.
Breyttar ræktunaraðferðir.
Ræktun lands vors hefir verið haldið i
sama horfi í 1000 ár. Þetta má heita kyr-
stöðu tímabil í ræktunarlegu tilliti. Með
auknu sjálfstæði (1874) vottar fyrir nýjum
tímamótum. Þá kemur þúfnasléttuaðferðin,
sem breiðist óðfluga lit um landið frá bún-
aðarskólunum.
Þúfnasléttunin hefir valdið mestum
breytingum á búnaðarháttuin vorum — náð