Freyr - 01.01.1927, Page 15
F R E Y R
5
►
>
fraraleiða o. s. frv. Okkur er lífsspursmál
að efla okkar aðalatvinnuvegi, landbúnað og
sjávarútveg, þeir eru samgrónir landinu og
styðja hvor annan. Mikil vöru- og peninga-
viðskifti eru á milli kaupstaðafólks og
sveitafólks, þau eru nauðsynleg og verða að
haldast. En lofaðu svo einn að þú lastir
ekki annan. Það er ekki vænlegt að láta
annan atvinnuveginn lamast á kostnað hins
eins og hér hefir orðið á síðari árum. Þjóð-
in hefir lagt inegnið af þeirri orku, sem
hún hefir haft yfir að ráða, til eflingar
annars atvinnuvegarins: sjávarútvegsins.
Verkin sýna merkin. Sjávarútvegurinn
ræður nú yfir öllum besta vinnukrafti
landsins — ef hann bara þarfnast svo mik-
ils vinnuafls og mikinn meiri hluta þess
lánsf jár, sem þjóðin hefir ráð á (og þar næst
verslunin og húsbyggingar í kaupstöðum).
Þessi atvinnuvegur hefir og náð því marki,
að verða samkeppnisfær, með sína aðalvöru
— fiskinn — á hinum erlenda markaði.
Alls þessa fer landbúnaðurinn á mis: Hann
vantar vinnukraft og lánsfé og hefir enn
ekki náð að verða samkepnisfær með neina
vöru á hinum erlenda markaði. Auk þess
má álykta, samkvæmt áður sögðu, að trú-
in og vonin hjá þjóðinni á að hreppa hnoss
arðvænlegs atvinnureksturs, hafi beinst að
sjávarútveginum. En mun þetta þá reynast
heillavænlegt. Að sjávarútvegnum safnast
fjöldi fólks, sem ekkert hefir á að lifa, þeg-
ar vinnan bregst, sem oft getur orðið því að
þrátt fyrir hina góðu aðstöðu, sem að þessi
atvinnuvegur hefir skapað sér, og hér að
framan getur, er hann þeim annmörkum
hundinn að vera mjög ósjálfstæður og mjög
háður árferði, bæði hvað áhrærir afla og
hinn erlenda markað. Hann notar og mjög
mikið erlent afl til rekstursins (kolin). Öll-
um þessum dutlungum er hann mjög háð-
ur. Verður því afkoman harla mistæk og
vinnan þar oft slitrótt og endaslepp. Á
meðan hann er jafn tæpt staddur efnalega,
eins og nú, heldur hann öllu eigin fé og
miljónum af lánsfé þjóðarinnar undir á-
hættu og eyðingu. Allur sá skari verka-
fólks, sem heldur sig að þessum atvinnu-
vegi, er efnalítill og úrættist meira og minna
fyrir tilhögun þá, sem jafnan verður þar
sem margt fólk safnast saman í bæjum, því
að þar verður margra hlutskiftið: Óstöð-
ug atvinna, slæm húsakynni, lélegt fæði,
sollblandið félagslíf, iðjuleysi og agaleysi
unglinga, ilt siðferði og virðingarleysi,
gleymska og jafnvel fordómur á þjóðleg-
um siðum og háttum. Þeir látnir víkja fyr-
ir eftirstælingu i tízku erlends og innlends
hégóma og margskonar ómenningu. Þessir
efnalausu menn geta ekki orðið vænlegur
gjaldstofn fyrir ríkissjóð og með fjölgun
alls þess fólks, sem ekki framleiðir, eykst
verslunarþörfin: Innflutningur til landsins
af daglegum lífsnauðsynjum, en það færir
alla þjóðina í raun og veru nær því marki
að vera meira háð öðrum þjóðum og verða
meira fyrir boðaföllum og óáran annara
þjóða. Enda þótt þessi atvinnuvegur hafi
alla þessa annmarka í för með sér, má
þó alls ekki kenna honum einvörðungu
þennan mikla fólksstraum úr sveitunum til
kaupstaðanna, og þrátt fyrir þetta alt er
þjóðinni mjög nauðsynlegt að þessi atvinnu-
vegur komist á fastar fætur, en til þess
iná ekki halda peningastofnunum landsis í
hættu og varna því efnalegt sjálfstæði,
og veita sem mest stöðuga atvinnu því fólki,
sem byggir afkomu sína á vinnu við þenna
rekstur. Sjávarútvegurinn á að auka hinn
veltandi þjóðarauð — gullið. Þjóðin þarf
að eignast peninga, meiri peninga, því að
hún á mikið verkefni fyrir höndum, og þá
fyrst það, að hefja upp hinn aðalatvinnu-
veginn — landbúnaðinn.
Sjávarútvegurinn á að auka peningaveltu
þjóðarinnar, en landbúnaðurinn á að
mynda hinn staðbundna þjóðarauð — ræki-
að land. Það er sá þjóðarauður, sem er