Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1927, Side 18

Freyr - 01.01.1927, Side 18
8 F 11 E Y R svo litlu fé yrði koinið upp mannvirki er varanlega varnaði framrensli Markár- fljóts til Þverár. Heima í héraði dylst ekki fyrir almenn- ingi, hve þungum búsifjum vötnin þar hafa valdið með landhroti, og sem farar- tálmi fyrir héraðsbúa, og aðra, sem yfir þau þurfa að sækja. Al' umræðum í þinginu sést einnig, að þeim þingmönnum er létu þetta inál til sín taka, var ljóst, að hér var mikilvægt héraðsmál lagt í hend- ur þeim, vottur þess er síðari liður þings- ályktunarinnar. Með því þeim, sem eigi er kunnugt um viðhorfið austur þar, ef til vill finnst, að hér sé um lítilfjörlegt hagsmunamál nokk- urra jarða, eða í mesta lagi takmarkaðs hluta einnar sveitar að ræða, væri eigi úr vegi að draga fram, til skýringar um af- stöðu þessa máls, nokkur atriði almenns eðlis um vatnamál Rangárþings. Aurvötnin í Rangárþingi. Að eins stutt yfirlit yfir jökulvötn þau, sem um langan aldur hafa verið ein hin mestu eyðingaröfl, í hinum fögru og gróð- ursælu sveitum Rangárvallasýslu. Upp af Austur-Landeyjum, norðvestan Eyjafjalla, gengur dalmyndað undirlendi inn í aðalhálendið. Takmarkast undirlendi þetta að norðan af fjallrana, er gengur frá Tindafjallajökli, niður á Suðurlandsundir- lendið, austan Rangárvalla. Niður í dal þenna (Fljótshlíðardalinn) fellur Markár- fljót; eykur það vatnsmagn sitt með mörg- um kvíslum er koma undan skriðjökul- tungum norðan í Eyjafjallajökli. Fellur það vestur með Eyjafjallahálendinu að norðan, og beygir til suðurs við Stóra-Dí- mon, og' heldur þeirri stefnu til sjávar. Úr Markárfljóti, sunnan Öldusteins, rennur vatnsmikil kvísl vestur með Fljótshlíðinni, sameinast hún Fl jótshlíðaránilm, eru þeirra merkastar í innhlíðinni: Bleiksá, Merkiá og Þverá, í úthlíðinni: Grjótá, Ivvoslækjará og Flókastaðaá. Oftast er Fljótskvíslin nefnd Þverá, bæði áður og eftir, að Fljóts- hlíðarárnar falla í hana, fellur hún vestur Suðurlandsundirlendið, sunnan Hvolfjalls, sameinast henni síðan Rangárnar, eystri og ytri, og' eftir að hafa sameinast þeirri síð- ast nefndu, nefnist útfall þeirra allra Hólsá. Fellur hún mi til sjávar, milli Þykkvahæj- ar og Vestur-Landeyja. Nokkru sunnar, en hin fyrnefnda kvísl fellur úr Markárfljóti, rennur annar áil úr því, fram miðjan Fljótshlíðardalinn, Af- fallið, skilur það Austur- og Vestur-Land- cyjar. Sunnan við Stóra-Dímon fellur annar áll úr Markárfljóti, Álarnir, liggja þeir milli Eyjafjallasveitar og Austur-Landeyja, aust- an þeirra standa grösugir árhólmar, að- skildir frá Eyjafjallasveitinni af sjálfu Markárfljóti, og hlutaðir sundur af kvísl- um, er falla milli Fljótsins og Álanna. (Fauski, Dalsselsáll og Steinmóðarbæjar- áll). Markárfljót með kvíslum sínum, eins og aðrar ár, er undan jöklum falla, ber fram mikinn aur með sér, skemmra eða lengra fram á láglendið, sumt alla leið til sjávar. Framburður Þverár er einnig' að mestu kominn með kvísl þeirri er hún tek- ur móti frá Markárfljóti. Vatnsföll þessi hafa ekki frá upphafi vega fallið sem að framan er greint. Jarð- lagsmyndanirnar á svæðum þeim, sem þær falla um eru þannig, að farvegsbreytingar eru auðveldar og tíðar þegar hlaup eiga sér stað. Frá því á landnámstíð og alt fram til síðustu ára, hafa stórfeldar breytingar orðið um legu þeirra, rekjum vér eigi sögu þeirra hér. Bent skal á, í því sam- bandi, rannsóknir fræðimannsins Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi árið 1901 um þetta efni, og niðurstöður þær er hann kemst að, sem birtar eru í árbók hins ís- lenska Fornleifafélags 1902; mæla miklar

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.