Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1927, Side 31

Freyr - 01.01.1927, Side 31
F R E Y R 21 vaínst mikils, þar sem hún (deildin) er svo heppin að hafa ágætlega færa forstöðu- konu. Við vonum líka, að Blönduósskólinn geti lagt drúgan skerf til, ef hann verðnr lengd- ur í 10 mánaða skóla. Þær stúlkur, sem vilja verða kenslukon- ur, þurfa fyrst og fremst að hafa góða ung- lingaskólamentun og hafa a. m. k. verið við hússtörf í 1 ár eða 5 mánuði á hússtjórnar- skóla, áður en þær byrja á kenslukonu- námi. Ég sé fyrir mér, að allir þessir skólar geta hjálpað ef rétt er á haldið. Við getum mentað okkar eigin kenslukonustétt án mikills aukakostnaðar og þurfum ekki að sækja til útlanda það sem innlent á að vera. Háteigi, i janúar 1927. Ragnhildur Pétursdóttir. Jarðabætur 1924. Frá Hagstofunni eru nýlega komnar út búnaðarskýrslur fyrir árið 1924. Er það mikið mein hve skýrslur þessar eru langt á eftir tímanúm. f skýrslum þessum felst mikill fróðleikur um búnaðarhagi vora. Að þessu sinni skulum vér að eins nefna nokkur atriði viðvíkjandi jarðabótunum. Þær hafa aukist svo mikið síðustu 5 árin, að einsdæmi er í búnaðarsögu vorri, og er það gleðilegur vottur um framfarahug jarð- yrkjumanna vorra. Nokkrar tölur sýna þetta ljósast: 1920 1924 Búnaðarfélög, starfandi, voru . . 97 169 Tala jarðabótamanna var .......... 1464 2380 Alls voru unnin dagsverk ........ 82000 238000 Að meðaltali á mann ................ 56 100 Dagsverkatalan 1924 er nokkuð meiri vegna þess, að þá voru í fyrsta sinn tekn- ar upp á skýrslur nokkrar jarðabætur, sem eigi höfðu verið taldar á þeim áður, svo sem grjótnám og hlöður. Að túnrækt hefir verið unnið: 1920 1924 Túnasléttur ................ 126 lia. 192,7 lia. Nýrækt, bylt ............... 35 — 213,5 — — óbylt ............ 38 — 39 — Samtals .... 199 ha. 445,2 lia. Þessar tölur sýna, að nú er sáðræktin að ryðja sér til rúms, því árið 1924 hefir eig'i minna en 213 ha. af nýyrkjunni verið hylt sáðland. Þetta sýnir að vér í ræktunarlegu tilliti stöndum nú á tímamótum. Hin sein- virlta þaksléttu aðferð mun smátt og smátt hverfa úr sögunni, en fljótvirkari ttð- ferðin — sáðræktin -— koma í staðinn. Framræsla: Nú eru opnir skurðir, vegna tún- og matjurtaræktar, í fyrsta skifti tald- ir í Hagskýrslunum. Áður hafa lokræsi ver- ið talin. Af lokræsum var gert 1920 13185 m., en 1924 52551 m. Síðara árið er þetta meira en nokkru sinni áður hefir verið l'ramkvæmt. Hér er því nýtt tímabil í að- sigi — framræsla mýra og ræktun þeirra að túni. Meira en 1 milj. ha. víðsvegar um land bíður þess að þannig sé að farið. Af áburðarhúsum og safnþróm var bygt 1920 1264 m3. en 1924 6263 m3. Framför- in er hér einnig meiri en nokkru sinni áð- ur. Skilningur manna á þýðingu góðrar á- burðarhirðingar er að aukast, því eru fram- kvæmdirnar meiri. Margt fleira mætti benda á viðvíkjandi skýrslum þessuin, en vér látum þetta nægja að sinni. S. Sigurðsson. b

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.