Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1991, Blaðsíða 39

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1991, Blaðsíða 39
Niðurstaða launanefndar BSRB og fjármálaráðuneytisins Þar sem verðlag hefur farið 0,56% fram úr viðmiðunarmörkum kjarasamn- inga er það sameiginleg niðurstaða launanefndar að laun skuli hækka um 2,57% 1. júní næstkomandi. Ennfrem- ur kemur á grundvelli forsendna kjara- samninga og framlengingar þeirra frá því í nóvember síðastliðnum til sérstakr- ar eingreiðslu sem persónuuppbótar hinn 1. júlí að fjárhæð 6.300 krónur að meðtöldu orlofi. Starfsfólk sem er við störf hinn 14. júní 1991 og hefur verið í fullu starfi frá því 1. mars 1991 skal við fyrstu reglu- legu útborgun í júlí 1991 fá fulla greiðslu. Starfsfólk með skemmri starfs- tíma skal fá greitt hlutfallslega miðað við starfstíma á tímabilinu frá 1. mars til 14. júní 1991. Starfsfólk í hlutastarfi sem uppfyllir sömu skilyrði skal fá greitt hlutfallslega miðað við fast starfshlutfall af 40 stunda vinnuviku. Starfshlutfall þeirra sem vinna að jafnaði óreglulegan vinnutíma eða utan dagvinnutíma er fundið með hlutfalli unninna stunda af vinnustunda- fjölda sem gildir fyrir fullt starf á við- komandi starfssviði. Við mat á störfum sem eðlis síns vegna miðast ekki við unna dagvinnutíma skal miða við unna daga og vinnustundir (hámark 40 stundir á viku). Iðnnemar sem eru í föstu vinnusam- bandi við meistara/fyrirtæki og eru í starfi á framangreindum viðmiðunar- tíma skulu fá kr. 4.400 að meðtöldu orlofi. Eingreiðsla þessi greiðist tíma- og mánaðarkaupsfólki 16 ára og eldri. Reykjavík, 22. maí 1991 Arndís Steinþórsdóttir Bolli Þór Bollason F.h. BSRB Ögmundur Jónasson ljósmæðrablaðið __ 37

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.