Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1991, Blaðsíða 40

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1991, Blaðsíða 40
REYNIR TÓMAS GEIRSSON, Kvennadeild Landspítalans og INGIBJÖRG GEORGSDÖTTIR, Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins Burðarmáls- og nýburadauði endurmetinn Inngangur. Fram undir aldamót var ungbarna- dauði og burðarmálsdauði mjög hár á Is- landi, en á þessarri öld hefur dánartalan lækkað stöðugt fram á síðustu ár. Betri almenn lífskjör hafa átt mikinn þátt í þessarri lækkun, því jafnhliða betri af- komu fólks batnaði heilbrigðisþjónustan og almennt heilbrigðisástand þjóðarinn- ar. Tilkoma mæðraverndar, almennar framfarirí læknisfræði, fæðingafræði og í umönnun veikra nýbura hafa einnig gert mikið til þess að koma Islandi á blað með þeim þjóðum, sem sýna lægstar tölur um burðarmálsdauða. Burðarmálsdauði á ís- landi er nú um 7—9/1000 fæðingar, en í þeirri tölu eru taldir allir nýburar með lífsmörk yfir 22 vikur og 500 g að þyngd, en fyrir andvana fædd börn er miðað við 28 vikur og 1000 g, eins og gert hefur verið frá 1972 (reglur Alþjóða heilbrigð- ismálastofnunarinnar, níunda endur- skoðun). Þetta þýðir að á hverju ári lenda 30—40 foreldrar í því að missa ófætt eða nýfætt barn sitt. í raun eru þau þó fleiri, þar sem ekki eru talin með öll þau fóstur sem liggja rétt undir þessum mörkum, en eru engu að síður ,,börn“ í hugum foreldra. Markmið mæðraeftirlits og ungbarna- verndar er að fækka þessum dauðsföll- um. Til þess að svo geti orðið er nauð- synlegt að gera sér grein fyrir því hvar gera megi betur. I því skyni þarf að finna þá þætti í mæðraeftirlitinu og í með- höndlun fæðinga og nýbura, sem voru ófullnægjandi (suboptimal factors). Ekki er nægilegt að líta á tölur um burðar- málsdauða eða nýburadauða einar sér ef meta á gæði þeirrar þjónustu sem veitt er verðandi mæðrum, fæddum og ófæddum börnum. Dauðsföllin þarf að grandskoða, flokka þau eftir aðalorsök dauðsfallsins og athuga hvort veitt þjón- 38 I—IÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.