Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1991, Blaðsíða 32

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1991, Blaðsíða 32
ÞÓRA STEINGRÍMSDÓTTIR, læknir, Kvennadeild, Akademíska sjúkrahúsinu Uppsölum, Svíþjóð: Mæíing á Íegbotnshæð Inngangur Einn mikilvægasti þáttur mæðraeftir- lits er vafalítið að uppgötva vaxtar- seinkun fósturs í tæka tíð. Vaxtar- seinkuð fóstur þurfa oft að fæðast fyrr en ella og vitneskja um vaxtarseinkun hefur áhrif á meðhöndlun móður í fæð- ingu. Mörg þeirra barna, sem fæðast andvana, með og án sýnilegra orsaka, eru vaxtarseinkuð (1). Síðastliðinn áratug hafa mælingar á hæð legbotns verið notaðar í mæðraeft- irliti hér á landi sem kembirannsókn (screening) á vaxtarseinkun. I fyrstu var stuðst við sænskt legvaxtarrit (2,3) en frá árinu 1988 hefur íslenskt legvaxt- arrit (4) verið notað og er prentað í ís- lensku mæðraskrána. Rit þetta er byggt á mælingum legbotnshæðar hjá heil- brigðum íslenskum konum I eðlilegri meðgöngu. Við gerð ritsins kom í ljós, að það liggur um 2 cm ofar hinu sænska. Legbotnshæðarmælingum var fyrst lýst sem rannsóknaraðferð 1953 (5). Tveimur áratugum síðar var aðferðin tekin almennt í notkun í Svíþjóð. Sænskur fæðingalæknir, Björn West- in, hóf hana til vegs og virðingar, útbjó legvaxtarrit fyrir sænskar konur og gaf út leiðbeiningar um, hvernig legbotns- hæðin skyldi mæld (3). Leiðbeining- arnar fylgdu sænska legvaxtarritinu inn í íslenska mæðravernd og eru enn í fullu gildi. Mikilvægi slíkra leiðbeininga er fólgið í því, að sé þeim fylgt í hví- vetna, þá fæst samræmdur grunnur til samanburðar á milli mælenda og mæl- inganiðurstaðna. Afar mikilvægt er, að allir þeir sem mæla legbotnshæð í mæðraeftirliti noti sömu stöðluðu að- ferðina og hviki aldrei frá henni. Með því móti einu verður mælingaskekkju haldið í lágmarki. Um mælingaraðferðina Aðferðin, sem hér er lýst, er að meg- inuppistöðu sú, sem Westin mælti með (3), en bætt er við nokkrum atriðum, sem augljóst má telja, að sé til bóta að samræma: — Kona liggur á bakinu á bekk. Sé halli undir höfðinu má hann a.m.k. ekki ná niður fyrir herðar. Sá hluti hryggjar- ins sem er undir leginu verður að vera beinn. — Konan liggur flötum beinum. Málið breytist mikið, ef hún beygir mjaðmir og hné. Þá breytist afstaða líf- 30 _______________________________________________ 1—IÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.