Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1991, Blaðsíða 44

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1991, Blaðsíða 44
göngu, m.a. þvagfærasýkingar, hækkaður blóð- þrýstingur, reykingar og áfengisvandamál. Omskoðun staðfesti meðgöngulengd við 13 og 16 vikur. Innlögn vegna hækkandi blóðþrýstings ráð- lögð við 28 vikur en ekki þegin. Þá var lyfjameð- ferð hafin og skoðun ráðgerð tveim vikum síðar. Konan mætti ekki fyrr en við 32 vikur og var barn þá látið. Fæðingarþyngd var 1200 g. Krufning sýndi vaxtarseinkun barnsins og verulegar hrörnunar- breytingar voru ! fylgju. Móðirin ákvað að hlýta ekki ráðleggingum heil- brigðisstarfsmanns, en nánara eftirlit með blóðþrýst- ingi og siritun hefði einnig þurft að leggja áherslu á og fylgja eftir þegar hún hafnaði innlögn. Ekki á að bíða eftir að kona með heilsufarsvanda sem þennan komi sjálf, heldur þarf starfsfólk að hafa frumkvæði. DÆMI 6. Hraust feitlagin kona í fjórðu með- göngu kom inn í fæðingu eftir eðlilega 40 vikna meðgöngu. Fyrri börn vógu 3950 g, 4010 g og 4000 g við fæðingu. Omskoðun við 34 vikur sýndi fremur stórt fóstur og legvaxtarrit var í efri kanti. Ytri síritun sýndi hraðan hjartslátt um 170 á mín- útu 3 klst. fyrir fæðingu og það sem talið var vera snemmdýfur, þótt verkjaritun væri ekki notuð og gæði rits væru ekki góð. Hjartsláttur var hraðari um 180—190 með litlum breytileika síðustu klukku- stundina fyrir fæðingu og dýfur voru dýpri og lengri. Ekki var getið um legvatnslit. Eftir rembing í klukku- stund var sogklukka lögð á kollinn sem gekk hægt fram. Verulegar dýfur í hjartslætti heyrðust með- an á sogklukkufæðingu stóð. Talsvert stóð á öxlum og þegar barn fæddist var það látið. Legvatn sem kom með barninu reyndist mjög meconiumbland- að. Fæðingarþyngd var 4500 g. Krufning staðfesti asphyxíu sem dánarorsök. Fyrri fæðingarsaga, ómskoðun, legvaxtarrit og loks hægur framgangur undir lok fæðingar hefðu átt að gefa aðvörun um að barn væri stórt. Innri síritun og verkjasíritun í fæðingu var ekki viðhöfð og legvatnslitar ekki getið. Viðbrögð við hugsan- legri súrefnisnauð barns ! fæðingu voru ófull- nægjandi. Umræða Ofangreind dæmi sýna að ófullnægj- andi viðbrögð eru af ýmsu tagi, en ein- kennast öll af því að ekki er, svo merkjanlegt sé í skýrslum, tekið eftir ummerkjum um að eitthvað sé að fara úrskeiðis. Viðbrögð eru ónóg, sein eða röng. Þótt nú sé liðið á sjötta ár frá síð- asta árinu sem rannsóknin tók til, þá er líklegt að sumt af því sem var ófullnægj- andi fyrir 1986, sé það enn.Mæðraskráin er þannig upp sett að rétt útfylling henn- ar er ákveðið öryggismál fyrir konuna og barnið. Oft sjást enn illa útfylltar mæðra- skrár. Samkvæmt reynslu okkar er al- gengt að ekki séu skráð viðbrögð við lítilli þyngdaraukningu í meðgöngu eða við því að legbotnshæð hækkar lítið. Færsl- ur í fæðingu er oft af skornum skammti. Færsla fæðingarrits (partograms) kemur ekki í staðinn fyrir lýsingu á skoðun, hita-, púls og blóðþrýstingsmælingum, auk athugasemda um líðan móður og framgang fæðingar eða álit á hjartslátt- arriti, svo dæmi séu tekin. Fæðingarrit á að færa til viðbótar þessum grunnat- riðum í fæðingarskýrslu. Milli þeirra tveggja fimm ára tímabila sem athugunin tók til lækkaði burðar- máls- og nýburadauði á Islandi um þriðj- ung. Þetta má líklega rekja til bættrar meðferðar af ýmsu tagi, því ekki varð nein sú breyting á þjóðfélagsháttum eða lífsskilyrðum fólks á árunum 1976—85, sem skýrt gæti slíka fækkun dauðsfalla. Ófullnægjandi þættir í meðferð, sem tengdust dauða barnanna, sáust hins- vegar hlutfallslega jafnoft bæði tímabilin eða í 1/3 tilfella. Við athugun á því hve- nær ófullnægjandi þættir voru undanfari dauða, kom í ljós að breyting hafði orð- ið milli árabilanna. Þannig fækkaði dauðsföllum samfara ófullnægjandi með- ferð í fæðingunni mjög mikið. Þetta má sennilega tengja mikilli aukningu á notk- un sírita í fæðingu á síðara tímabilinu. Notkun sírita hófst hér á landi 1975, en _________________ I—IÓSMÆÐRABLAÐIÐ 42

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.