Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Page 4

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Page 4
Ahugafélag um heimafæðingar Flestir geta verið sammála um það að barnsfæðing sé einn af stórkostlegustu atburðum í lífinu. Þegar um svo merkilegan atburð er að ræða ætti það að vera sjálfsag- ður hlutur að væntanlegir foreldrar fái að skipuleggja fæðingu barns síns. Eins og engum þarf að koma á óvart þá eru þarfir kvenna mismunandi og því þarf að vera um nokkra valkosti að ræða þegar skipul- eggja á barnsfæðingu. Jafnvel þó að flestar barnshaf- andi konur velji sjúkrahús sem sinn fyrsta valkost, þá hentar það ekki öllum konum. Einhver hluti kvenna kýs að fæða barn sitt á heimili sínu og sé konan heilbrigð og meðgangan eðli- leg ætti heimafæð- ing að vera raun- hæfur valkostur. Það virðist vera að konur geri sér ekki grein fyrir þessum valkosti og því var ákveðið að stofna áhugafélag um heimafæðingar. Til- gangur félagsins er að styrkja foreldra sem hafa áhuga á heimafæðingu, veita fræðslu og benda á ljósmæður sem eru tilbúnar að taka á móti börnum í heimahúsi. Stefnt er að því að setja upp heimasíðu og útbúa bæk- ling um málefnið. Stofnfundur félags- ins var haldinn miðvikudaginn 11. nóvember í Skólabæ, á fundinn mætti um 50 manns og var nokkuð jöfn skipting milli áhugafólks og fagfólks. Á fundinum var tilgagni félagsins gerð skil, ljósmóðir og móðir lýstu eigin reynslu af heimafæðingu, því næst tóku feður með reynslu til máls. Að loknu kaffi vom umræður, þar á meðal tók Dýrfinna Sigurjónsdóttir ljósmóðir til máls og lýsti reynslu sinni af heimafæðingum, Dýrfinna var lengi vel eina ljósmóðirin hér á landi sem tók á móti börnum í heimahúsi, seinna um kvöldið var Dýrfinna gerð að heiðursfélaga. Vigdís Björg ljós- móðir kom með þá ábendingu að trú- Margrét Jónsdóttir í ræðustól Hluti gesta á stofnfundinum Dýrfinna Sigurjónsdóttir ljósmóð- ir hefur langa reynslu af heima- fæðingum. Hún var einróma kjörin heiðursfélagi samtaka áhugafólks um heimafæðingar. lega væri heppileg- ast fyrir ljósmæður sem gefa kost á sér í heima- fæðingar að vinna tvær til þijár sam- an í teymi. Á fundinum gáfu níu ljósmæður kost á sér í heimafæðingar. Stjóm þessa unga félags skipa; Edda Arinbjamar áhugakona um heimafæðingar, Eyrún Ingadóttir sagn- fræðingur, Halla Hersteinsdóttir ljósmóðir, Helga Harð- ardóttir ljósmóðurnemi og Margrét Jónsdóttir lektor. Með stofnun þessa félags er ekki verið að mót- mæla fæðingum á sjúkrahúsi heldur að reyna að koma til móts við mismunandi þarfir kvenna. For- ræðishyggja er ríkjandi meðal heilbrigðisstarfsfólks og mörgum finnst að sjúkrahús sé eini rétti staðurinn til fæðinga. Það má þó ekki gleymast að líkami kon- unnar er hannaður með fæðingar í huga og að náttúr- an hefur komið því þannig fyrir að eðlileg fæðing eftir eðlilega meðgöngu er hvorki hættuleg fyrir móður né barn. Þegar konan er heima hjá sér er hún á eigin heimavelli, það er ekkert í umhverfi hennar sem vekur hjá henni ótta og óöryggi. Hún getur boðið þeim að vera hjá sér sem hún óskar, hugsanlega vill hún hafa önnur börn sín viðstödd fæðinguna. Ljós- móðirin er gestkomandi hjá foreldrun- um og það eru foreldrarnir sem stjórna. Náttúran fær að hafa sinn gang ótrufluð þegar konan er heima sem er hrein unun á að horfa. Fæðing- in verður stórkostleg fjölskyldu upplif- un þar sem aðskilnaður er hugtak sem ekki þekkist. Ef einhverjar ljósmæður hafa áhuga á að gefa kost á sér í heimafæð- ingar vil ég hvetja þær eindregið til að hafa samband við einhverja í stjórn- inni. Halla Hersteinsdóttir ljósmóðir. LJÓ5MÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.