Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 10
sem valdatengslum og af glápinu sem valdatæki og hann fjallar ítar- lega í mörgum skrifum sínuin um líkamann sem eins konar „við- tæki“ einhvers valds sem er mis- jafnlega (ó)persónulegt en of langt mál er að rekja það í þessari stuttu ritgerð. Foucault hefur sætt nokk- urri gagnrýni fyrir sýn sína á lík- amann, þ.e. að líkaminn sé að mestu viljalaus hlutur sem taki möglunarlaust á sig allt sitt ok og sé að mestu ófær um að hafa skapandi áhrif á örlög sín (sjá m.a. Turner 1994:27-46; Shilling 1996:75-81). En ég hef samt sem áður kosið að nota þessa hugmynd Foucaults um valdið og glápið sem nokkurs konar rauðan þráð í gegnum viðfangsefni þessarar rit- gerðar. Megin heimild mín er samt bókin Safer Childbirth?, A critical history of maternity care (1990) eftir Marjorie Tew en í þeirri bók fjallar hún um ofannefnda valda- töku læknanna á þessari grund- vallar athöfn móður og barns, fæðingunni. Auk þess mun ég til samanburðar vísa í etnógrafískt dæmi um fæðinguna í ekki-vest- rænu samfélagi ásamt því að drepa niður í nokkrar greinar. Valclið - baráttan Það þekkja allir hið (að því er virðist) saklausa orðatiltæki: „gerðu bara eins og læknirinn seg- ir“ eða „doctors order!“. Ég segi „að því er virðist“ því á bak við þetta orðalag er falin hin „foucaultíska“ saga valds og þekkingar sem flestir hafa til skamms tíma tekið sem sjálfsögð- um hlut. Læknastéttin er ein fárra stétta sem að vissu leyti má kalla valdastéttir samfélagsins, stéttir sem lengst af hafa ekki verið „dregnar í efa“ ef svo má að orði komast. Má ásamt læknunum nefna lögfræðinga og presta en sem stéttir eru þær staddar í nokkrum trúverðugleikavanda þessa dagana. Og það er eins og hinn hvíti sloppur læknanna sé að verða ögn götóttur og fólk sé í auknum mæli farið að setja spurn- ingarmerki við óbrigðulleika þeirra og þar með við það vald sem þeim hefur hingað til verið falið. Við það má bæta að þekking fólks almennt hefur aukist og það er orðið meðvitaðra um rétt sinn á þessu sviði sem öðrum. Það má einnig túlka þessa bar- áttu lækna og fæðandi kvenna (og þar með ljósmæðra) sem togstreitu þeirra tveggja andstæðna sem marg- rædd hefur verið í mannfræðinni um töluvert skeið, þ.e. milli nátt- úru og samfélags. Það má segja að læknastéttin með öllum sínum tól- um og tækjum sé fulltrúi menn- ingar/samfélags og hin fæðandi kona tákn náttúrunnar og þeirra óbeisluðu krafta sem í henni búa en sem hin karllæga menning er alltaf að reyna að beygja undir vilja sinn. Með hinu foucaultíska glápi hafa sérfræðingarnir greint eðlilegasta ferli lífsins, fæðinguna, sem sjúkdóm og reynt að gera hana svo tæknivædda (og háða þekkingu þeirra) að vesalings kon- an er orðin algerlega ófær um að gera það sem konum annars er eðlilegast, þ.e. að fæða börn. Eða eins og Elínborg Jónsdóttir ljós- móðir spyr: „Ottumst við þann óbeislaða lífskraft sem er tilbúinn til þess að brjótast fram og stýra ferðinni í fæðingunni..verða þær konur sem kynnast þessum óbeisl- aða lífskrafti sem býr innra með þeim of hættulegar á eftir? Því hefur verið haldið fram að þær verði aldrei samar á ný, þær verði sterkari og ekki verður aftur af þeim haldið“ (Morgunblaðið lO.apríl 1992:12-13). í framhaldi af þessu má einnig spyrja: Er (karl)maðurinn sífellt að reyna að beisla náttúruna sökum hræðslu sinnar og vanmáttar gagnvart henni? í laganna nafnil í þeirri baráttu slógust læknarnir í lið með „bræðrastétt“ sinni, lög- fræðingunum. Ef svo vildi til að leita þyrfti á náðir dómsvaldsins í bamsburðarmáli lá að sjálfsögðu beinast við að leita álits viðkom- andi sérfræðinga, þ.e. fæðingar- læknanna - dómarar hafa jú ekkert vit á slíkum málum! Það voru meira að segja uppi raddir meðal samtaka fæðingarlækna, m.a. á Bretlandi og í Ástralíu, að gera barnshafandi konum skylt sam- kvæmt lögum að fæða á spítala undir „umsjá“ fæðingarlækna en mörgum þótti það brjóta í bága við almenn mannréttindi 20. aldar (Tew 1990:24). Eins og aðrir fagmenn vildu fæðingarlæknar fá að praktísera „the perfect cut“ sem er að sjálf- sögðu keisaraskurðurinn. Keisara- skurðurinn er hið fullkomna inn- grip (að sjálfsögðu er þessi aðgerð nauðsynleg í einstaka tilfellum), hin fullkomna stjórnun á fæðing- arferlinu og er auk þess tiltölulega laus við ófyrirsjáanlegar flækjur og áhættu um að „aðgerðin“ mis- takist - enda yrðu lögfræðingamir vafalaust ekki seinir á sér að not- færa sér slíkt - að sjálfsögðu með „sjúklinginn“ sem skjólstæðing. Þetta hljómar sem samsæriskenn- ing manneskju haldna ofsóknar- æði en fyrir þessu eru heimildir sem M. Tew rekur í bók sinni (ibid: kafli 5, einkum bls.172- 173). Leggslu niðurl Annað sem varðar umrædda valdatöku læknastéttarinnar á fæðingunni er ein táknræn mynd sem skýtur upp í huganum öðrum fremur en það er fæðandi kona liggjandi á bakinu umkringd hvít- um sloppum, skærum ljósum og flóknum tækjabúnaði. Það vita ekki allir en þessi stelling er í raun fremur nýkomin til sögunnar. 10 LJÓSMÆPRABLAÐIP

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.