Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Page 12

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Page 12
karllægar og byggi á fullnæging- armunstri karla - stífna, þrýsta, skjóta! (ibid:215). T^fannfreeðin - öötai -Oísi daemi Mannfræðingar hafa rannsakað „fæðingarmenningu“ mismunandi hópa um víða veröld og mun ég nú greina frá einu slíku dæmi til samanburðar við hið vestræna viðhorf sem er, eins og undanfar- andi umfjöllun gefur til kynna, ekki alveg fullkomið. Vegna mik- ilvægis fæðingarinnar má ætla að hún sé samofín samfélagsheild- inni og einnig að viðhorf hvers samfélags til hennar endurspegli það samfélag að einhverju leyti. Að vissu marki má segja að á vesturlöndum hafi fæðingarlækn- irinn komið í stað fjölskyldunnar sem sá rammi sem hún hefur myndað utan um fæðinguna. En víða annars staðar eru fjölskyldan og samfélagið áfram þessi rammi og um leið virkur þátttakandi í því að taka á móti nýjum einstakling- um í þennan heim þar sem konan og barnið eru enn aðalleikararnir í þessu mikla drama. Etnógrafískt deemi Mannfræðingurinn Claude Lévi- Strauss greinir frá fæðingu hjá konu af ættbálki Cuna indjána í Suður-Ameríku sem þarfnast að- stoðar shamans vegna fæðingar- örðugleika (Lévi-Strauss 1979:- 318-327). í stað þess að taka völdin af konunni í þessari erfíðu reynslu hjálpar shamaninn henni við virkja krafta hennar sjálfrar, andlega sem líkamlega. Það er ekki pláss hér til að fara náið í sjálfa frásögnina af athöfn sham- ansins þannig að ég mun ein- göngu draga fram helstu þætti meðferðarinnar. Shamaninn notar langa (fæðingar)þulu sem inni- heldur goðsagnir Cuna indjána sem hann þylur yfir hinni bams- hafandi konu. Konan á auðvelt með að samsama sig þeim öflum sem búa í táknum goðsagnanna og með hjálp þeirra (og shamans- ins) tekst henni að virkja krafta eigin líkama og sálar. Þetta er nokkurs konar sálfræðileg lausn sem stuðlar að því að hjálpa kon- unni í gegnum óbærilegar lfkam- legar þjáningar. Shamaninn snertir ekki líkama konunnar og veitir ekki bein ráð heldur stuðlar söng- urinn að styrkingu líffæris (í þessu tilfelli móðurlífs) sem ræður ekki við verkefni sitt. Á táknrænan hátt fer shamaninn inn um leggöng konunnar og kemur samræmi á þá krafta hennar sem hafa farið úr- skeiðis vegna þeirra erfiðleika sem hún á í. Konan trúir goðsögn- unum sem eiga sér djúpar rætur í samfélagi hennar. 1 goðsögnunum eru saga og hefðir samfélagsins bundnar og með því að nota tákn þeirra virkjar shamaninn krafta stórs hóps, konu og barni til hjálp- ar. Einnig auðveldar hann henni það að skilja þessa sársaukafullu reynslu og „lifa“ sársaukann. Ólíkt því sem rætt hefur verið um varðandi valdatöku sérfræðinga- stéttar á „frumrétti“ konunnar er indjánakona þessi sjálf gerð að aðalleikara þess drama sem hún er að ganga í gegnum, en undir leið- sögn shamansins og með hjálp andlegra krafta samfélags hennar. í þessu tilviki má segja að þessir kraftar séu líkamsgerðir (embod- ied) í kroppi þessarar fæðandi konu henni til hjálpar - andstætt þeirri foucaultísku mynd sem dregin hefur verið upp af „klínísk- um“ fæðingum undir stjórn fæð- ingarlækna á spítölum vestursins. Karlar - konur, enn og aflur Áður en ég slæ botninn í þessa rit- gerð skulum við venda okkur yfir hálfan hnöttinn á ný og líta aðeins aftur á þá tvíhyggju náttúru og samfélags sem áður var minnst á og í því framhaldi á þá baráttu sem Eæðingarheimili Reykjavíkur háði við heilbrigðisyfirvöld í byrj- un 10. áratugsins með þeim af- leiðingum að fæðingarheimilinu var lokað. Það þarf ekki að rýna lengi á þessa deilu til áð sjá ákveðinn anga kynjabaráttunnar. Landspítalinn er, svo við setjum hina foucaultísku sýn í málið, megin virki þess sem almanna- rómur kallar „læknamafíuna“ en fæðingarheimilið var táknrænt fyrir þá viðleytni kvenna að ná „fæðingarrétti“ sínum aftur og verða ráðandi í „eigin húsi“. Sem sagt gamla sagan um slag kvenna við karlaveldið. Þessum slag töp- uðu konurnar en þær eru samt að vinna á í stríðinu því sem betur fer þá er hið almenna sem og hið faglega viðhorf smám saman að breytast hinni „náttúrulegu“ fæð- ingu í hag. I dag koma læknar vart nálægt fæðingum nema í neyðar- tilfellum og konur eru í auknum mæli famar að geta valið á hvern hátt þær fæða, t.d heima, ef svo ber við. Auk þess eru hlutverk og völd ljósmæðra að aukast á ný. Batnandi heimi er best að lifa. Á bataóegi f þessari ritgerð hefur verið dregin upp fremur fráhrindandi mynd af samskiptum læknastéttarinnar og fæðandi kvenna síðustu 100-200 árin og það hefur verið lögð áhersla á valdalegt ójafnvægi í þeim samskiptum. Læknastéttinni hefur verið gefið að sök að taka stöðu sína fram yfír hagsmuni kvennanna, en það er nú einu sinni það sem stéttir gera, einkum þær sem hafa einhver völd á sín- um höndum - völd eru að sama skapi sjaldgæf og þau eru eftir- sótt. Er ekki eitthvað athugavert við það að samfara bættum lífs- kjörum á vesturlöndum hafi þörfrn á læknum aukist að sama skapi? Getur verið að ákveðnar stéttir skapi þörf fyrir starfssvið sín og 12 LJÓSMÆPRAPLAPIE)

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.