Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Qupperneq 14
Fastur þáUur á \)egum náms í Ijósmóðurfreeði \>ið Háskóla íslands
í sfðasta Ljósmæðrablaði var þemað brjóstagjöfm og áttu eftirfarandi hugrenningar ljósmóðurnema eftir
veru á sængurkvennagangi að fylgja með. Af því varð þó ekki, en betra er seint en aldrei.
Á íslandi er hefð sem erfítt er að brjóta, þrátt fyrir rannsóknarniðurstöður og ábendingar
Alþjóðuheilbrigðisstofnunarinnar um annað, að gefa þurrmjólkurábót með brjóstagjöf. Kannski hefur sagan
áhrif og að undirliggjandi sé óttinn við að hafa ekki í sig og á. Brjóstinu er einhverra hluta vegna ekki treyst
og „öryggið" felst í sýnilegum vökva úr staupi eða pela.
Þessu virðist öðru vísi farið í nágrannalöndum okkar t.d. Noregi, Danmörk og Svíðþjóð þar sem alþjóðlegu
átaki um „Barnvæn sjúkrahús“ sem hvatt var til árið 1989 og fela í sér 10 þrep til velheppnaðrar brjóstagjafar,
hefur verið fylgt eftir af heilbrigðisyfirvöldum. Áður hafði árið 1981, staðall Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar um markaðssetningu þurrmjólkur og barnamatar verið samþykktur (International Code of
Breastfeeding Substitutes). Um þessa þætti var ítarlega fjallað í síðasta Ljósmæðrablaði.
ísland er ekki virkur aðili að alþjóðlega staðlinum um markaðssetningu þurrmjólkur og engin íslensk
heilbrigðisstofnun hefur fengið vottun sem „Barnvænt sjúkrahús". Það gefur auga leið að ljósmæður ættu að
taka þátt í alþjóðasamstarfi um brjóstagjöf og vekja athygli heilbirgðisyfírvalda og stjórnenda
heilbrigðisstofnanna á viðmiðum sem þar eru viðhöfð. Markmiðið er barnið fái sem best viðurværi fyrstu árin
og að sem flest börn og fjölskyldur þeirra fái notið brjóstagjafar, því brjóstið er best og leggur grunn að heilsu
fólks á lífsleiðinni.
Tilgangurinn með birtingu á dagbókarbrotum ljósmóðurnema er eins og áður hefur verið sagt, að gefa
ljósmæðrum tækifæri til að fylgjast með og taka þátt í lærdómi og rökræðu nemans við sjálfan sig og aðra.
Ákveðnar aðstæður og atvik standa upp úr. Fyrri reynsla og ný þekking um ábótina, þarfir nýburans og
hvernig farsæl „brjóstagjöf4 er háð aðstæðum og þörfum fjölskyldunnar hverju sinni, mun án efa nýtast til
faglegs þroska hinnar verðandi ljósmóður. í ljósmóðurnáminu er einmitt lögð áhersla á rétt konunnar og
fjölskyldu hennar á upplýsingum um valkosti og á að hún fái styrkingu til að taka þátt í öllum ákvörðunum er
lúta að umönnun þeirra. í dæmisögunni hér á eftir upplifðu foreldrarnir barneignarferlið á „jákvæðan,
einstaklingsbundinn og persónulegan hátt“ (Námsskrá í ljósmóðurfræði, 1998-1999, bls. 5).
lektor, námsstjóri í ljósmóðurfræði
14
LJÓSMÆÐRABLAPIf?